Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma
Við opnum útibú Landsbankans um leið og breytingar á samkomutakmörkunum taka gildi miðvikudaginn 13. janúar. Við biðjum þig samt um að panta tíma hér á vefnum til að auðvelda okkur að virða 2 metra regluna og tryggja að ekki verði fleiri en 20 manns inni í einu. Þannig getur þú einnig komist hjá óþarfa bið.
Ef þú vilt fá aðstoð eða ráðgjöf er auðvelt að panta símtal frá ráðgjafa eða fyrirtækjaþjónustu á vefnum okkar. Starfsfólk í Þjónustuveri aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða netspjallið á landsbankinn.is. Vakin er athygli á að símtöl bankans geta verið hljóðrituð.
Hægt er að panta tíma eða símtal með því að smella á talblöðrurnar í hægra horninu á þessari síðu.
Við minnum líka á Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana sem eru staðsettir víða um land sem eru flestir aðgengilegir allan sólarhringinn. Starfsfólk útibúa er sem fyrr boðið og búið til að aðstoða viðskiptavini við að nota hraðbanka, netbankann eða appið.