Fréttir
Nýr vefur Landsbankans kominn í loftið
Nýr vefur Landsbankans er hannaður með það markmið í huga að einfalda líf viðskiptavina með því að gera fjármálin aðgengilegri og gera fræðslu og ráðgjöf hærra undir höfði.

28. desember 2020 - Landsbankinn
Vefurinn hefur verið hannaður og forritaður frá grunni. Við þá vinnu var m.a. tekið mið af notkun viðskiptavina á gamla vefnum og ítarlegri þarfagreiningu.
Vefurinn var einfaldaður til muna og er aðgengilegri, skýrari og léttari en sá gamli.
Ef þið hafið athugasemdir eða ábendingar um nýja vefinn er hægt að hafa samband hér á netspjallinu. Við erum á vaktinni og tökum tillögum og ábendingum fagnandi.
Þú gætir einnig haft áhuga á

24. okt. 2025
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.

23. okt. 2025
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.

22. okt. 2025
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.

20. okt. 2025
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.

6. okt. 2025
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?

3. okt. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.

1. okt. 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.

29. sept. 2025
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

25. sept. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.

23. sept. 2025
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.