Umsóknarfrestur um lánatryggingu úr Svanna lánatryggingasjóði kvenna

Umsóknarfrestur um lán og lánatryggingu úr Svanna vegna vorúthlutunar er til og með 15. febrúar 2021.
Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Einungis fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu kvenna og undir stjórn kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefni leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna og jafnframt er horft til nýsköpunar og nýnæmis hugmynda.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar eru á vefsíðu Svanna.









