Fréttir
Þjónusta Landsbankans í desember - við leysum málin
Vegna samkomutakmarkana fer bankaþjónusta nú fyrst og fremst fram í gegnum síma, netið og með tímapöntunum, en ekki er opið fyrir almenna afgreiðslu í útibúum. Hægt er að panta gjafakort Landsbankans hér á vefnum og sækja þau í útibú.

16. desember 2020
- Þjónustuverið aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða netspjallið á landsbankinn.is.
- Þú getur líka pantað símtal frá ráðgjafa eða fyrirtækjaþjónustu á landsbankinn.is. Við hringjum síðan í þig á þeim tíma sem þér hentar. Ef erindið krefst heimsóknar í útibú bókum við tíma fyrir þig.
- Þjónustuver og Fyrirtækjamiðstöð eru opin alla virka daga frá kl. 9.00-16.00 og netspjallið til kl. 17.00.
- Hægt er að panta gjafakort Landsbankans á landsbankinn.is. Þar velur þú í hvaða útibú þú vilt sækja kortin. Við höfum þau tilbúin í jólaumbúðum.
- Um jól og áramót verður lokað á aðfangadag og jóladag, á gamlársdag verður opið frá kl. 9.00-12.00 en lokað á nýársdag.
- Hraðbankar Landsbankans eru staðsettir um allt land og flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka má sjá í Landsbankaappinu eða á landsbankinn.is. Í hraðbönkum er m.a. hægt að taka út og leggja inn reiðufé og greiða reikninga.
- Við hvetjum viðskiptavini til að nota Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana eins og hægt er en þannig má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt. Hægt er að hafa samband við Þjónustuverið í síma 410 4000 ef viðskiptavinir þurfa aðstoð eða eru óvanir að nýta sér rafrænar lausnir.
Þú gætir einnig haft áhuga á

28. apríl 2025
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.

16. apríl 2025
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.

9. apríl 2025
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós.

8. apríl 2025
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.

7. apríl 2025
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.

27. mars 2025
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.

27. mars 2025
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.

27. mars 2025
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024.

26. mars 2025
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.

24. mars 2025
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.