Fréttir
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og tók ný vaxtatafla gildi 1. desember sl. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig.
25. nóvember 2020
Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra útlána lækka um 0,10 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
Innlánsvextir eru ýmist óbreyttir eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.
Ofangreind vaxtaákvörðun er tekin í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands hinn 18. nóvember sl.
Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu sem verður birt 1. desember.
Þú gætir einnig haft áhuga á

25. sept. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.

23. sept. 2025
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.

19. sept. 2025
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.

17. sept. 2025
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.

15. sept. 2025
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.

10. sept. 2025
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.

3. sept. 2025
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.

3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum!

26. ágúst 2025
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.

25. ágúst 2025
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.