Fréttir
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og tók ný vaxtatafla gildi 1. desember sl. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig.
25. nóvember 2020
Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra útlána lækka um 0,10 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
Innlánsvextir eru ýmist óbreyttir eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.
Ofangreind vaxtaákvörðun er tekin í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands hinn 18. nóvember sl.
Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu sem verður birt 1. desember.
Þú gætir einnig haft áhuga á

16. feb. 2025
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.

16. feb. 2025
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.

14. feb. 2025
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.

14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.

13. feb. 2025
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.

11. feb. 2025
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.

7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

6. feb. 2025
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.

5. feb. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.

4. feb. 2025
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.