Fréttir

Opið sölu­ferli á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Stoð­um

Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í Stoðum hf. Stoðir hf. er fjárfestingarfélag, í meirihlutaeigu einkafjárfesta, sem fjárfestir til langs tíma og hefur virka aðkomu að fjárfestingum sínum.
23. nóvember 2020

Í lok júní 2020 námu heildareignir Stoða um 25 ma.kr. og eigið fé einnig um 25 ma.kr. en félagið er óskuldsett.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem uppfylla skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar.

Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Þá má nálgast trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats og útboðsskilmála hér að neðan.

Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Stoðir hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsformið má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Landsbankinn áskilur sér rétt til að samþykkja einstök eða öll tilboð sem berast og jafnframt að hafna einstökum eða öllum tilboðum. Gildir það um tilboðin í heild eða að hluta og án tillits til þess verðs sem boðið er. Afstaða til tilboðanna þarf ekki að byggja á sérstökum rökstuðningi og ber Landsbankanum ekki að veita upplýsingar þar að lútandi.

Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að breyta, hætta við, framlengja eða fresta söluferlinu hvenær sem er án sérstaks rökstuðnings.

Landsbankinn hefur greint hugsanlega hagsmunaárekstra við söluna og gert ráðstafanir til að takmarka þá. Landsbankinn er eigandi þeirra hluta í Stoðum sem boðnir eru til sölu og umsjónaraðili sölunnar er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Fjárfestum er því bent á að afla sér óháðrar ráðgjafar. Samkvæmt árshlutauppgjöri Stoða , dags. 30. júní 2020, er félagið ekki með vaxtaberandi skuldir og er Landsbankinn því eðli máls samkvæmt ekki lánveitandi félagsins. Landsbankinn er ekki með viðskiptavakt á Arion banka hf., TM hf. eða Símanum hf. Landsbankinn hefur ekki upplýsingar um félagið umfram það sem hluthafar hafa aðgang að en kann að hafa upplýsingar um félagið sem koma ekki fram í sölugögnum í söluferlinu á hlutum í Stoðum.

Í útboðsskilmálum söluferlisins (sjá tengd skjöl hér að neðan) er gerð nánari grein fyrir söluferlinu og fyrirkomulagi sölunnar.

Tilboðsfrestur er til kl. 17.00, þriðjudaginn 8. desember 2020.

Tengd skjöl

Fjárhagsupplýsingar á vef Stoða

Trúnaðaryfirlýsing

Eyðublað vegna hæfismats

Útboðsskilmálar

Þú gætir einnig haft áhuga á
11. jan. 2021

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Við opnum útibú Landsbankans um leið og breytingar á samkomutakmörkunum taka gildi miðvikudaginn 13. janúar. Við biðjum þig samt um að panta tíma hér á vefnum til að auðvelda okkur að virða 2 metra regluna og tryggja að ekki verði fleiri en 20 manns inni í einu.
7. jan. 2021

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa

Tómstundastyrkir Klassa voru veittir á dögunum. Styrkirnir eru tíu talsins, hver að upphæð 30.000 kr.
New temp image
29. des. 2020

Vaxtagreiðslur og millifærslur um áramótin

Vaxtagreiðslur bankareikninga fyrir árið 2020 og skuldfærsla vegna vaxta á yfirdráttarlánum fyrir desembermánuð 2020 fara fram þann 31. desember.
28. des. 2020

Nýr vefur Landsbankans kominn í loftið

Nýr vefur Landsbankans er hannaður með það markmið í huga að einfalda líf viðskiptavina með því að gera fjármálin aðgengilegri og gera fræðslu og ráðgjöf hærra undir höfði.
22. des. 2020

Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var nýverið úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans. Alls hlutu 34 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land
Svanni - Lánatryggingasjóður kvenna
21. des. 2020

Umsóknarfrestur um lánatryggingu úr Svanna lánatryggingasjóði kvenna

Landsbankinn hefur endurnýjað samstarfssamning við Svanna, lánatryggingasjóð kvenna, til fjögurra ára. Samningurinn gildir til júní 2024.
18. des. 2020

Gjafakortasjálfsalar í Mjódd og Vesturbæ opnir allan sólarhringinn

Landsbankinn hefur opnað tvo gjafakortasjálfsala, við útibú bankans í Mjódd og við Vesturbæjarútibú við Hagatorg. Báðir eru aðgengilegir allan sólarhringinn.
16. des. 2020

Þjónusta Landsbankans í desember - við leysum málin

Vegna samkomutakmarkana fer bankaþjónusta nú fyrst og fremst fram í gegnum síma, netið og með tímapöntunum, en ekki er opið fyrir almenna afgreiðslu í útibúum. Hægt er að panta gjafakort Landsbankans hér á vefnum og sækja þau í útibú.
New temp image
10. des. 2020

Landsbankinn selur 12,1% eignarhlut í Stoðum

Landsbankinn hefur selt eignarhlut sinn í Stoðum hf. í opnu söluferli, en frestur til að skila inn tilboðum í söluferlinu var til kl. 17.00 þriðjudaginn 8. desember sl. Landsbankinn auglýsti opið söluferli á allt að 12,1% eignarhlut sínum í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. þann 23. nóvember sl.
9. des. 2020

Hægt að sækja um tómstundastyrk Klassa til 15. desember

Klassafélagar geta nú sótt um tómstundastyrk sem hjálpar þeim að stunda áhugamálin. Veittir verða að lágmarki tíu 30.000 kr. styrkir.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur