Fréttir

Opið sölu­ferli á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Stoð­um

Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í Stoðum hf. Stoðir hf. er fjárfestingarfélag, í meirihlutaeigu einkafjárfesta, sem fjárfestir til langs tíma og hefur virka aðkomu að fjárfestingum sínum.
23. nóvember 2020

Í lok júní 2020 námu heildareignir Stoða um 25 ma.kr. og eigið fé einnig um 25 ma.kr. en félagið er óskuldsett.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem uppfylla skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar.

Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Þá má nálgast trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats og útboðsskilmála hér að neðan.

Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Stoðir hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsformið má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Landsbankinn áskilur sér rétt til að samþykkja einstök eða öll tilboð sem berast og jafnframt að hafna einstökum eða öllum tilboðum. Gildir það um tilboðin í heild eða að hluta og án tillits til þess verðs sem boðið er. Afstaða til tilboðanna þarf ekki að byggja á sérstökum rökstuðningi og ber Landsbankanum ekki að veita upplýsingar þar að lútandi.

Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að breyta, hætta við, framlengja eða fresta söluferlinu hvenær sem er án sérstaks rökstuðnings.

Landsbankinn hefur greint hugsanlega hagsmunaárekstra við söluna og gert ráðstafanir til að takmarka þá. Landsbankinn er eigandi þeirra hluta í Stoðum sem boðnir eru til sölu og umsjónaraðili sölunnar er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Fjárfestum er því bent á að afla sér óháðrar ráðgjafar. Samkvæmt árshlutauppgjöri Stoða , dags. 30. júní 2020, er félagið ekki með vaxtaberandi skuldir og er Landsbankinn því eðli máls samkvæmt ekki lánveitandi félagsins. Landsbankinn er ekki með viðskiptavakt á Arion banka hf., TM hf. eða Símanum hf. Landsbankinn hefur ekki upplýsingar um félagið umfram það sem hluthafar hafa aðgang að en kann að hafa upplýsingar um félagið sem koma ekki fram í sölugögnum í söluferlinu á hlutum í Stoðum.

Í útboðsskilmálum söluferlisins (sjá tengd skjöl hér að neðan) er gerð nánari grein fyrir söluferlinu og fyrirkomulagi sölunnar.

Tilboðsfrestur er til kl. 17.00, þriðjudaginn 8. desember 2020.

Tengd skjöl

Fjárhagsupplýsingar á vef Stoða

Trúnaðaryfirlýsing

Eyðublað vegna hæfismats

Útboðsskilmálar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur