Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagspá Lands­bank­ans 2020-2023: Veru­leg við­spyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.
20. október 2020

Hagfræðideild spáir 3,4% hagvexti árið 2021 og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021 en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Í spá Hagfræðideildar er miðað við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót. Almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða muni erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, segir: „Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissan er gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun Covid-19-faraldursins og efnahagslegar afleiðingar hans. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi næsta árs samhliða því sem faraldurinn gengur niður í kjölfar þróunar bóluefnis og myndun hjarðónæmis hér á landi og í helstu viðskiptalöndum Íslands. Í þessum efnum er ekki á vísan á róa en þetta er þó talin líkleg þróun í ljósi stöðu bóluefnisrannsókna um þessar mundir. Það stefnir í að samdrátturinn í ár verði sá mesti frá lýðveldisstofnun en á móti kemur að við reiknum með að samdráttarskeiðið verði stutt og til að mynda töluvert styttra en síðasta samdráttarskeið.“

Aðrir þættir úr þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans:

  • Gert er ráð fyrir að útflutningur á þessu ári minnki um tæplega 30%, að langmestu leyti vegna samdráttar í ferðaþjónustu.
  • Einkaneysla dregst saman um 5,5% á árinu sem er mesti samdráttur frá 2009.
  • Heildarfjármunamyndun dregst saman um rúmlega 10%.
  • Samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega auk þess sem innflutningur dregst saman um 22%, ekki síst vegna minni ferðalaga Íslendinga erlendis.
  • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund erlendum ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og 1,9 milljónum 2023.
  • Verðbólgan verður lítillega yfir markmiði Seðlabanka Íslands fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verður að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023.
  • Stýrivextir verða óbreyttir í 1% allt næsta ár, hækka í 1,75% árið 2022 og verða 3,5% í lok árs 2023.
  • Launavísitalan hækkar í takt við kjarasamninga, um 5,8% milli áranna 2019 og 2020. Hún mun svo hækka um 6,1% á árinu 2021, um 5% 2022 og 4% 2023.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 16,9% á þessu ári en fari síðan vaxandi frá og með 2021.
  • Ekki er gert ráð fyrir að faraldurinn muni hafa teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg.
  • Gert er ráð fyrir að álframleiðsla dragist saman um 5,5 % á þessu ári.
  • Spáð er 16% samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári en 2-5% árlegum vexti á árunum 2021-2023. Íbúðaverð hækkar um 4,5% milli ára í ár og vöxturinn verður svo að jafnaði 4% á ári út spátímann.
  • Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 nálgist samtals 600 milljarða króna.
  • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1%), minniháttar halli á næsta ári (-0,3%) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4%) og 2023 (+3,4%).

Þjóðhagur: Hagspá Landsbankans 2020 - 2023

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.