Fréttir
Landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 500 milljónir norskra króna og 500 milljónir sænskra króna. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Euronext Dublin þann 19. október 2020.
14. október 2020
Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum og sænskum krónum. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB frá S&P Global Ratings.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta á Euronext Dublin þann 19. október 2020.
Umsjónaraðilar sölunnar voru Nordea og Swedbank.
Þú gætir einnig haft áhuga á
7. júlí 2022
Fjölbreyttari leiðir til að nýta sér bankaþjónustu
Við höfum nú opnað fyrir þann möguleika að aðrir þjónustuaðilar en bankinn geti birt upplýsingar um greiðslureikninga viðskiptavina okkar í sínum eigin lausnum, hafi viðskiptavinur samþykkt það.
29. júní 2022
Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022
Nýr forstöðumaður Þjónustuvers
Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022
Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf
Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
27. júní 2022
Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði
Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022
Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi
Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn.
20. júní 2022
Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans
Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022
Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York
Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
16. júní 2022
Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
16. júní 2022
Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi
Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.