Við erum til staðar til að leysa úr málum
Hægt er að bóka tíma í útibúi eða símtal frá ráðgjafa á vef bankans. Yfirleitt er hægt að komast að samdægurs. Við biðjum viðskiptavini um að panta aðeins tíma í útibúi ef erindið er brýnt og ekki má leysa úr því með öðrum hætti.
Tímapantanir í útibúum og fyrirtækjaþjónustu eru nauðsynlegar vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda. Þær taka gildi að morgni mánudagsins 5. október 2020 og ná til allra útibúa bankans, Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og afgreiðslu Bíla- og tækjafjármögnunar í Borgartúni 33 í Reykjavík.
- Viðskiptavinir geta annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans.
- Hægt er panta tíma í útibúi eða símtal frá ráðgjafa á vef bankans, með því að hafa samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000 eða með því að senda póst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
- Við hvetjum viðskiptavini sem þurfa aðstoð eða eru óvanir að nýta sér rafrænar lausnir til að hafa samband.
- Hraðbankar Landsbankans eru flestir aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í Landsbankaappinu.
Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu