Fréttir

Mik­il um­fram­eft­ir­spurn í hluta­fjárút­boði Icelanda­ir Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengi í báðum tilboðsbókum var 1,0 króna á hlut.
18. september 2020
  • Alls bárust yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna.
  • Stjórn hefur samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar.
  • Nýjum hlutum fylgja 25% áskriftarréttindi eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta.
  • Úthlutun var í samræmi við skilmála útboðsins
  • Mikil eftirspurn var frá almennum fjárfestum og verður eignarhlutur þeirra í félaginu um 50% í kjölfar útboðsins.
  • Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðs verður yfir 11.000.
  • Vegna umframeftirspurnar í útboðinu virkjaðist ekki sölutryggingin.

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 18. september 2020 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 23. september 2020.

Greiddir hlutir verða afhentir þegar hlutafjáraukning hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá og verða hlutirnir gefnir út í gegnum Nasdaq CSD Ísland í síðasta lagi 9. október 2020. Að teknu tilliti til lögbundinna tímamarka en stefnt er að því að afhenda nýju hlutina fyrr. Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland eigi síðar en þann 12. október 2020.

Hlutafé félagsins er 5,4 milljarðar hluta og eftir útgáfu nýrra hluta verður heildarhlutafé alls um 28,4 milljarðar hluta. Úthlutun og skráning áskriftarréttinda verður eigi síðar en 15. október 2020. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group:

„Við erum auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hlutafjárútboðinu sem er lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Með breiðari hluthafahópi, sterkum efnahagsreikningi og sveigjanlegu leiðakerfi munum við verða tilbúin að bregðast hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Við ætlum okkur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi.

Starfsfólk af öllum sviðum Icelandair Group hefur á liðnum mánuðum unnið þrekvirki við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, þjónustu við viðskiptavini í heimsfaraldri og um leið sótt ný verkefni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, til að nýta innviði og auka tekjur félagsins. Styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfsfólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs. Fyrir það er ég bæði þakklátur og stoltur. Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur