Fréttir

Úti­bú­ið í Mjódd lok­ar tíma­bund­ið vegna sótt­kví­ar starfs­fólks

Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað tímabundið þar sem starfsfólk útibúsins er komið í sóttkví eftir að einn starfsmaður þess greindist með Covid-19.
3. september 2020

Samkvæmt upplýsingum frá smitrakningarteymi almannavarna er verið að meta hvort þörf sé á frekari viðbrögðum, s.s. hvort hafa þurfi samband við viðskiptavini sem komu í útibúið sl. mánudag og þriðjudag.

Eftir vinnulok á þriðjudag fékk starfsmaður útibúsins upplýsingar um að fjölskyldumeðlimur sem hann hafði umgengist um helgina væri kominn í sóttkví vegna Covid-19. Hann mætti ekki til vinnu í gær, miðvikudag, en fór í sýnatöku og seinnipart dags var staðfest að hann hafði smitast af Covid-19. Alls nær sóttkvíin til 13 starfsmanna bankans.

Landsbankinn mun hafa samband við viðskiptavini sem áttu pantaðan tíma í Mjódd til að bóka nýjan tíma hjá ráðgjafa í öðru útibúi.

Sjálfsafgreiðslutæki bankans í Mjódd eru áfram aðgengileg viðskiptavinum og leitast verður við að tryggja viðskiptavinum aðstoð við notkun þeirra á meðan útibúið er lokað. Við bendum einnig viðskiptavinum á að nýta sér appið og netbankann.

Uppfært 17. september. Nú er aftur hægt að panta tíma í ráðgjöf í útibúi Landsbankans í Mjódd á landsbankinn.is eða með því að senda tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is.

Afgreiðslutími útibúa

Tymczasowe zamknięcie oddziału banku w Mjódd z powodu kwarantanny pracowników

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur