Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um Lands­bank­ans

Landsbankinn hefur gefið út nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki.
31. ágúst 2020

Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.

Með nýju útgáfunni eru uppfærð ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga, aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, heimildir ófjárráða einstaklinga, umboð, netbanka fyrirtækja, greiðslureikninga og greiðslukort. Þá er orðalag ýmissa ákvæða einfaldað og skýrt.

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. september 2020 gagnvart nýjum viðskiptavinum. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 31. október 2020 en nýju skilmálarnir frá og með 1. nóvember 2020.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans 1. september 2020

Helstu efnisbreytingar á almennum viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  1. Vinnsla persónuupplýsinga (grein 2.1): Vinnsla persónuupplýsinga er skýrð og aukin fræðsla veitt þar að lútandi, m.a. varðandi hljóðritun símtala.
  2. Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (greinar 2.2, 2.3, 4.3 og 4.9): Kveðið er nánar á um framkvæmd áreiðanleikakönnunar, reglubundið eftirlit og öflun upplýsinga.
  3. Heimildir ófjárráða einstaklinga til að stofna til viðskipta við bankann (greinar 2.5-2.6 og 5.1): Skýrt er nánar hvernig stofna má til viðskiptasambands við ófjárráða einstakling fyrir æsku sakir og hvaða hlutverk lögráðamaður gegnir í því sambandi.
  4. Umboð (grein 2.7): Ákvæði um umboð eru einfölduð og skýrð.
  5. Netbanki fyrirtækja (grein 3.2): Kveðið er á um afhendingu aðgangsupplýsinga og heimildir til að skuldbinda fyrirtæki í netbanka fyrirtækja.
  6. Greiðslureikningar (greinar 4.1, 4.3 og 4.9): Kveðið er á um framkvæmd við stofnun greiðslureikninga, frestun, stöðvun og synjun um framkvæmd greiðslna, upplýsingamiðlun til erlendra greiðslumiðlunarbanka og lokun reikninga.
  7. Útgáfa greiðslukorta (greinar 5.1 og 5.2). Gerðar eru breytingar á ákvæðum um framkvæmd við afhendingu og notkun greiðslukorts.

Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. nóvember 2020 ef hann vill ekki samþykkja breytingarnar. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. nóvember 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur