Landsbankinn varar við SMS-skilaboðum sem send eru í nafni bankans
Varað er við því að smella á slóðina í SMS-skilaboðunum, en hafi það verið gert og formið fyllt út þarf viðkomandi að hafa samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000.
Sýnishorn af vefsíðu þessarar svikatilraunar:
Hér er annað dæmi um hvernig myndir og vörumerki fyrirtækja eru notuð í svikatilraunum.
Landsbankinn biður aldrei um kreditkortaupplýsingar eða aðgangsupplýsingar að netbanka með þessum hætti.
Lögreglan hefur að undanförnu varað við þessum svikatilraunum hjá fleiri fjármálafyrirtækjum hér á landi.
Verum vakandi
Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.