Fréttir

Kerf­is­skipti hjá Nas­daq CSD hafa áhrif á upp­gjör við­skipta

Nasdaq CSD á Íslandi áætlar að taka í notkun nýtt verðbréfauppgjörskerfi mánudaginn 24. ágúst 2020. Vegna gangsetningar á nýja kerfinu hefur verið ákveðið, í samráði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og markaðsaðila, að viðskipti með verðbréf verði ekki gerð upp þennan dag.
17. ágúst 2020

Eins og fram kemur á vef Nasdaq er mánudagurinn 24. ágúst þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“ (e. non-settlement day). Með lokuninni er dregið úr líkum á að hnökrar verði á uppgjöri við kerfisskiptin og kerfisáhætta lágmörkuð. Viðskipti sem framkvæmd eru miðvikudaginn 19. ágúst verða gerð upp í einu uppgjöri fyrir hádegi föstudaginn 21. ágúst. Kerfi Nasdaq CSD mun loka eftir hádegi 21. ágúst til að hefja gagnaflutninga í nýtt kerfi.

Þar sem lokað verður fyrir uppgjör verðbréfaviðskipta þann 24. ágúst þá verða viðskipti fimmtudaginn 20. ágúst með uppgjörsdag þriðjudaginn 25. ágúst (í stað uppgjörsdags mánudaginn 24. ágúst eins og annars hefði verið). Að sama skapi verða viðskipti föstudaginn 21. ágúst með uppgjörsdag miðvikudaginn 26. ágúst (í stað uppgjörsdags þriðjudaginn 25. ágúst eins og annars hefði verið). Þessa tvo tilteknu daga verður því uppgjör með T+3 fyrirkomulagi með tilheyrandi áhrifum meðal annars á útreikning áfallinna vaxta og verðbóta fyrir uppgjörsverð.

Uppgjörsdagar viðskipta sem framkvæmd eru aðra daga verða með venjubundnum hætti (T+2).

 Vikudagur Dagsetning viðskipta  Fyrirmæli tilkynnt til uppgjörs  Uppgjörsdagur
       
Mánudagur 17.08.20 17.-18.08.2020 (Equator) 19.08.2020 (miðvikudagur)
Þriðjudagur 18.08.20 18.-19.08.2020 (Equator) 20.08.2020 (fimmtudagur)
Miðvikudagur 19.08.20 19.-20.08.2020 (Equator) 21.08.2020 (eitt uppgjör) (föstudagur)
Fimmtudagur 20.08.20 24.08.2020 (Nýtt kerfi) 25.08.2020 (þriðjudagur)
Föstudagur 21.08.20 24.08.2020 (Nýtt kerfi) 26.08.2020 (miðvikudagur)
Mánudagur 24.08.20 24.-25.08.2020 (Nýtt kerfi)
26.08.2020 (miðvikudagur)
Þriðjudagur 25.08.20 25.-26.08.2020 (Nýtt kerfi)
27.08.2020 (fimmtudagur)
Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur