Fréttir

Kerf­is­skipti hjá Nas­daq CSD hafa áhrif á upp­gjör við­skipta

Nasdaq CSD á Íslandi áætlar að taka í notkun nýtt verðbréfauppgjörskerfi mánudaginn 24. ágúst 2020. Vegna gangsetningar á nýja kerfinu hefur verið ákveðið, í samráði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og markaðsaðila, að viðskipti með verðbréf verði ekki gerð upp þennan dag.
17. ágúst 2020

Eins og fram kemur á vef Nasdaq er mánudagurinn 24. ágúst þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“ (e. non-settlement day). Með lokuninni er dregið úr líkum á að hnökrar verði á uppgjöri við kerfisskiptin og kerfisáhætta lágmörkuð. Viðskipti sem framkvæmd eru miðvikudaginn 19. ágúst verða gerð upp í einu uppgjöri fyrir hádegi föstudaginn 21. ágúst. Kerfi Nasdaq CSD mun loka eftir hádegi 21. ágúst til að hefja gagnaflutninga í nýtt kerfi.

Þar sem lokað verður fyrir uppgjör verðbréfaviðskipta þann 24. ágúst þá verða viðskipti fimmtudaginn 20. ágúst með uppgjörsdag þriðjudaginn 25. ágúst (í stað uppgjörsdags mánudaginn 24. ágúst eins og annars hefði verið). Að sama skapi verða viðskipti föstudaginn 21. ágúst með uppgjörsdag miðvikudaginn 26. ágúst (í stað uppgjörsdags þriðjudaginn 25. ágúst eins og annars hefði verið). Þessa tvo tilteknu daga verður því uppgjör með T+3 fyrirkomulagi með tilheyrandi áhrifum meðal annars á útreikning áfallinna vaxta og verðbóta fyrir uppgjörsverð.

Uppgjörsdagar viðskipta sem framkvæmd eru aðra daga verða með venjubundnum hætti (T+2).

 Vikudagur Dagsetning viðskipta  Fyrirmæli tilkynnt til uppgjörs  Uppgjörsdagur
       
Mánudagur 17.08.20 17.-18.08.2020 (Equator) 19.08.2020 (miðvikudagur)
Þriðjudagur 18.08.20 18.-19.08.2020 (Equator) 20.08.2020 (fimmtudagur)
Miðvikudagur 19.08.20 19.-20.08.2020 (Equator) 21.08.2020 (eitt uppgjör) (föstudagur)
Fimmtudagur 20.08.20 24.08.2020 (Nýtt kerfi) 25.08.2020 (þriðjudagur)
Föstudagur 21.08.20 24.08.2020 (Nýtt kerfi) 26.08.2020 (miðvikudagur)
Mánudagur 24.08.20 24.-25.08.2020 (Nýtt kerfi)
26.08.2020 (miðvikudagur)
Þriðjudagur 25.08.20 25.-26.08.2020 (Nýtt kerfi)
27.08.2020 (fimmtudagur)
Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur