Fréttir
Hagsjá: Vinnumarkaðskönnun - áframhaldandi merki um veikari vinnumarkað
Starfandi fólki hefur fækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Þá hefur vinnutími líka styst, sem þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, hefur farið minnkandi. Sé vinnuaflsnotkun nú borin saman við stöðuna fyrir ári kemur í ljós að breytingin síðustu 3 mánuði er veruleg miðað við síðustu ár og allt fram á þetta ár þegar vinnuaflsnotkun var almennt að aukast. Í maí minnkaði vinnuaflsnotkun um 8,8% miðað við maí 2019, bæði vegna fækkunar starfandi fólks og styttri vinnutíma. Í apríl dróst vinnuaflsnotkunin hins vegar saman um rúm 13%, aðallega vegna fækkunar starfandi fólks, en vinnutími styttist einnig á milli ára.
29. júní 2020
Þú gætir einnig haft áhuga á
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
30. sept. 2024
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
25. sept. 2024
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
25. sept. 2024
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
23. sept. 2024
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
20. sept. 2024
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
5. sept. 2024
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.