„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans
Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Landsbankinn er einn af bakhjörlum átaksins „Til fyrirmyndar“ en markmiðið með átakinu er að landsmenn skrifi kveðju til þeirra sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Bréfin má setja ófrímerkt í póst innanlands. Fleiri eintök má nálgast í útibúum Landsbankans, verslunum Nettó og á pósthúsum.