Fréttir

Linda­skóli varði titil­inn í Skóla­hreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.
2. júní 2020

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.

Lindaskóli lauk keppni með 43 stig. Heiðarskóli sem var í þriðja sæti í fyrra var í öðru sæti í ár með 37 stig og fékk silfrið. Árbæjarskóli hreppti þriðja sætið með 33 stig og fékk bronsið.

Íslandsmet Hjálmars Óla Jóhannessonar úr Egilsstaðaskóla frá 2016, 61 upphífing, var slegið af Ara Tómasi Hjálmarssyni úr Árbæjarskóla sem gerði 67 upphífingar.

Selma Bjarkadóttir úr Lindaskóla gerði flestar ambeygjur, 54 talsins. Systir Selmu, Sara Bjarkadóttir, keppti í hraðaþraut ásamt Lúkasi Magna Magnasyni og fóru þau brautina fyrir Lindaskóla á besta tíma kvöldsins, 2:07 mínútum. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 8:52 mínútur. Goði Gnýr Guðjónsson úr Grunnskólanum Hellu bar sigur úr býtum í dýfum en hann tók samtals 59 dýfur.

Sigurlið Lindaskóla skipa Lúkas Magni Magnason og Sara Bjarkadóttir (hraðaþraut), Alexander Broddi Sigvaldason (upphífingar og dýfur) og Selma Bjarkadóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Heiðarskóla skipa Klara Lind Þórarinsdóttir og Stefán Jón Friðriksson (hraðaþraut), Logi Þór Ágústsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Árbæjarskóla skipa Bjarni Leifs Kjartansson og Hera Christensen (hraðaþraut), Ari Tómas Hjálmarsson (upphífingar og dýfur) og Agnes Birta Eiðsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Lundarskóli, Flóaskóli, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn Hellu og Grunnskóli Húnaþings vestra.

Landsbankinn óskar öllum keppendum í Skólahreysti og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Skólahreysti

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur