Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn hefur undanfarið fest sig í sessi sem það fjármálafyrirtæki sem býður samkeppnishæfustu útlánsvextina. Frá því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst hefur Landsbankinn að jafnaði lækkað útlánsvexti meira en innlánsvexti.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig og vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig.
Kjörvextir óverðtryggðra útlána lækka um 0,50 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra lána lækka um 0,30 prósentustig. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,50 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um allt að 0,75 prósentustig.
Innlánsvextir lækka um 0,05 - 0,75 prósentustig.
Ný vaxtatafla tekur gildi 1. júní nk. og munu nánari upplýsingar koma fram þar.
Landsbankinn lækkaði síðast vexti þann 14. apríl sl. en sú lækkun tók einkum mið af lækkun á bankaskatti.