Pantaðu tíma þegar þér hentar
Samhliða tilslökun á samkomutakmörkunum er þjónusta í útibúum Landsbankans smám saman að færast í fyrra horf. Við hvetjum viðskiptavini engu að síður til að panta tíma til að fá afgreiðslu þegar þeim hentar.
Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Til að hægt sé að virða tveggja metra regluna eru viðskiptavinir hvattir til að panta tíma fyrirfram. Með því að panta tíma er hægt að fá enn markvissari þjónustu og sleppa við bið eftir afgreiðslu.
Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
Þjónustuverið er einnig opið fá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.
Við bendum á að:
- Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
- Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
- Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.
Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?