Fréttir

Pant­aðu tíma þeg­ar þér hent­ar

Samhliða tilslökun á samkomutakmörkunum er þjónusta í útibúum Landsbankans smám saman að færast í fyrra horf. Við hvetjum viðskiptavini engu að síður til að panta tíma til að fá afgreiðslu þegar þeim hentar. Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma.
22. maí 2020

Samhliða tilslökun á samkomutakmörkunum er þjónusta í útibúum Landsbankans smám saman að færast í fyrra horf. Við hvetjum viðskiptavini engu að síður til að panta tíma til að fá afgreiðslu þegar þeim hentar.

Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Til að hægt sé að virða tveggja metra regluna eru viðskiptavinir hvattir til að panta tíma fyrirfram. Með því að panta tíma er hægt að fá enn markvissari þjónustu og sleppa við bið eftir afgreiðslu.

Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið er einnig opið fá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Við bendum á að:

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
  • Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19

Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga

Upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur