Vegna álags getur verið lengri bið eftir þjónustu
Við leggjum okkur fram um að veita skjóta og góða þjónustu en í sumum tilvikum getur bið eftir afgreiðslu hjá Þjónustuveri nú tekið lengri tíma en venjulega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.
Við minnum á að hægt er að greiða reikninga, sjá stöðu á bankareikningum og fá nánast alla almenna bankaþjónustu í netbankanum, Landsbankaappinu eða í hraðbönkum. Á meðan álagið er sem mest í Þjónustuveri í kringum mánaðarmótin getur verið betra að senda tölvupóst, fremur en að hringja. Einnig er hægt að panta ráðgjöf í gegnum síma með því að fylla út form á vef bankans.