Við aukum þjónustu í útibúum 7. maí
Pantaðu tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.
Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu.
Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.
Þjónustuverið verður opið helgina 2.-3. maí og verður hægt að hafa samband í síma 410 4000 frá kl. 11.00-15.00.
Við bendum á að:
- Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
- Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
- Áfram er hægt að fá ráðgjöf og aðstoð í gegnum síma. Hægt er að bóka tíma fyrir símtal á vef bankans.
- Reiðufjárþjónusta verður áfram fyrst og fremst veitt í sjálfsafgreiðslutækjum, þ.e. í hraðbönkum og myntrúllusjálfsölum.
- Starfsfólk útibúa aðstoðar viðskiptavini við að nota sjálfsafgreiðslutæki en virðir um leið tveggja metra regluna.
- Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.
Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?
Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19 og um breytingar á þjónustu eru á vef bankans.
Við erum til staðar til að leysa úr málum
Áfram lokað á Ísafirði og í Bolungarvík
Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni um takmarkanir á samkomum á norðanverðum Vestfjörðum verða útibú bankans á Ísafirði og afgreiðsla í Bolungarvík áfram lokuð um sinn, nema vegna brýnna erinda sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.