Fréttir

Við auk­um þjón­ustu í úti­bú­um 7. maí

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu. Þá verður Þjónustuver bankans opið helgina 2.-3. maí frá kl. 11.00-15.00.
30. apríl 2020

Pantaðu tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu.

Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið verður opið helgina 2.-3. maí og verður hægt að hafa samband í síma 410 4000 frá kl. 11.00-15.00.

Við bendum á að:

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
  • Áfram er hægt að fá ráðgjöf og aðstoð í gegnum síma. Hægt er að bóka tíma fyrir símtal á vef bankans.
  • Reiðufjárþjónusta verður áfram fyrst og fremst veitt í sjálfsafgreiðslutækjum, þ.e. í hraðbönkum og myntrúllusjálfsölum.
  • Starfsfólk útibúa aðstoðar viðskiptavini við að nota sjálfsafgreiðslutæki en virðir um leið tveggja metra regluna.
  • Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19 og um breytingar á þjónustu eru á vef bankans.

Við erum til staðar til að leysa úr málum

Áfram lokað á Ísafirði og í Bolungarvík

Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni um takmarkanir á samkomum á norðanverðum Vestfjörðum verða útibú bankans á Ísafirði og afgreiðsla í Bolungarvík áfram lokuð um sinn, nema vegna brýnna erinda sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur