Fréttir

Við auk­um þjón­ustu í úti­bú­um 7. maí

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu. Þá verður Þjónustuver bankans opið helgina 2.-3. maí frá kl. 11.00-15.00.
30. apríl 2020

Pantaðu tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu.

Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið verður opið helgina 2.-3. maí og verður hægt að hafa samband í síma 410 4000 frá kl. 11.00-15.00.

Við bendum á að:

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
  • Áfram er hægt að fá ráðgjöf og aðstoð í gegnum síma. Hægt er að bóka tíma fyrir símtal á vef bankans.
  • Reiðufjárþjónusta verður áfram fyrst og fremst veitt í sjálfsafgreiðslutækjum, þ.e. í hraðbönkum og myntrúllusjálfsölum.
  • Starfsfólk útibúa aðstoðar viðskiptavini við að nota sjálfsafgreiðslutæki en virðir um leið tveggja metra regluna.
  • Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19 og um breytingar á þjónustu eru á vef bankans.

Við erum til staðar til að leysa úr málum

Áfram lokað á Ísafirði og í Bolungarvík

Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni um takmarkanir á samkomum á norðanverðum Vestfjörðum verða útibú bankans á Ísafirði og afgreiðsla í Bolungarvík áfram lokuð um sinn, nema vegna brýnna erinda sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað Listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur