Fréttir

Við auk­um þjón­ustu í úti­bú­um 7. maí

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu. Þá verður Þjónustuver bankans opið helgina 2.-3. maí frá kl. 11.00-15.00.
30. apríl 2020

Pantaðu tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu.

Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á vef bankans eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Þjónustuverið verður opið helgina 2.-3. maí og verður hægt að hafa samband í síma 410 4000 frá kl. 11.00-15.00.

Við bendum á að:

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
  • Áfram er hægt að fá ráðgjöf og aðstoð í gegnum síma. Hægt er að bóka tíma fyrir símtal á vef bankans.
  • Reiðufjárþjónusta verður áfram fyrst og fremst veitt í sjálfsafgreiðslutækjum, þ.e. í hraðbönkum og myntrúllusjálfsölum.
  • Starfsfólk útibúa aðstoðar viðskiptavini við að nota sjálfsafgreiðslutæki en virðir um leið tveggja metra regluna.
  • Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19 og um breytingar á þjónustu eru á vef bankans.

Við erum til staðar til að leysa úr málum

Áfram lokað á Ísafirði og í Bolungarvík

Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni um takmarkanir á samkomum á norðanverðum Vestfjörðum verða útibú bankans á Ísafirði og afgreiðsla í Bolungarvík áfram lokuð um sinn, nema vegna brýnna erinda sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur