Fréttir

Há­mark á snerti­laus­um greiðsl­um með greiðslu­kort­um hækk­ar í 7.500 krón­ur

Ákveðið hefur verið að hækka hámarksfjárhæð greiðslu með snertilausum VISA-greiðslukortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. Til að breytingin taki gildi þarf að breyta hugbúnaði í posum. Byrjað verður að uppfæra posa í matvöruverslunum og apótekum og er gert ráð fyrir að því ljúki fyrir páska.
3. apríl 2020

Ákveðið hefur verið að hækka hámarksfjárhæð greiðslu með snertilausum VISA-greiðslukortum í 7.500 krónur. Til að breytingin taki gildi þarf að breyta hugbúnaði í posum. Byrjað verður að uppfæra posa í matvöruverslunum og apótekum og er gert ráð fyrir að því ljúki fyrir páska.

Með breytingunum sem nú eru að ganga í gildi hækkar hámarkið á hverri snertilausri greiðslu úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. Hámarkið á uppsafnaðar snertilausar greiðslur, þ.e. þar til slá þarf inn PIN, hækkar úr 10.500 krónum í 15.000 krónur.

Engin sérstök fjárhæðarmörk ef þú greiðir með símanum

Til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 hefur landlæknir mælt með notkun snertilausra greiðsluleiða. Við mælum með að viðskiptavinir noti símann  sinn til að greiða fyrir vörur og þjónustu enda gilda þá engar fjárhæðartakmarkanir á greiðslum, umfram þær takmarkanir sem eru á kortunum sem greiðslulausnir fyrir síma eru tengdar við.

Breyting á öllum posum getur tekið 2-3 vikur

Ofangreind breyting er gerð í samvinnu við Valitor, Verifone og VISA. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að uppfæra posa í matvöruverslunum og apótekum fyrir páska og að lokið verði við að uppfæra posa í öðrum verslunum eftir 2-3 vikur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur