Fréttir

Sam­fé­lags­skýrsla Lands­bank­ans að­gengi­leg á net­inu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.
27. mars 2020

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag. Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt. Reynt er að veita innsýn í það sem vel er gert og einnig það sem betur má fara.

Í skýrslunni er fjallað um jafnréttismál í Landsbankanum, ábyrgar fjárfestingar, innleiðingu þriggja heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfsemina og víðtæk samfélagsverkefni sem bankinn tekur þátt í, m.a. alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að þróa sérstakan loftslagsmæli fyrir fjármálafyrirtæki.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Ljóst er að efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif Covid-19 faraldursins verða mikil. Á tímum sem þessum er meginverkefni bankans að þjóna og styðja við viðskiptavini sína. Um leið er mikilvægt að huga að framtíðinni. Samfélagsskýrsla Landsbankans sem kemur út í dag fjallar um hvernig unnið var að samfélagsábyrgð hjá bankanum á árinu 2019. Í skýrslunni má lesa um þau fjölmörgu verkefni sem bankinn vinnur að í tengslum við samfélagslega ábyrgð, allt frá því að tryggja jafnrétti á vinnustað, til innleiðingar á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og til víðtækra samfélagsverkefna sem bankinn tekur þátt í. Samfélagsábyrgð verður æ stærri hluti af rekstri fyrirtækja og vill Landsbankinn halda áfram að vera leiðandi á því sviði. Á þessu ári verður mikilvægasta verkefni bankans að veita trausta og góða fjármálaþjónustu og styðja við bakið á viðskiptavinum í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir.“

Landsbankinn er virkur þátttakandi í starfi UN Global Compact, verkefni Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), er stofnaðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi (IcelandSIF) og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Sustainalytics gerði UFS-áhættumat (umhverfis- og félagslegir þættir og stjórnarhættir) á bankanum og var Landsbankinn í 6. sæti af þeim 376 bönkum sem Sustainalytics mældi í Evrópu.

Í september 2019 skrifaði Landsbankinn undir viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi og hefur í kjölfarið sett sér markmið sem kynnt eru í skýrslunni. Markmiðin snúa að því að meta losunarumfang lána- og eignasafns bankans, þróa græn útlán og halda áfram að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti.

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur