Fréttir

Sam­fé­lags­skýrsla Lands­bank­ans að­gengi­leg á net­inu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.
27. mars 2020

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag. Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt. Reynt er að veita innsýn í það sem vel er gert og einnig það sem betur má fara.

Í skýrslunni er fjallað um jafnréttismál í Landsbankanum, ábyrgar fjárfestingar, innleiðingu þriggja heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfsemina og víðtæk samfélagsverkefni sem bankinn tekur þátt í, m.a. alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að þróa sérstakan loftslagsmæli fyrir fjármálafyrirtæki.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Ljóst er að efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif Covid-19 faraldursins verða mikil. Á tímum sem þessum er meginverkefni bankans að þjóna og styðja við viðskiptavini sína. Um leið er mikilvægt að huga að framtíðinni. Samfélagsskýrsla Landsbankans sem kemur út í dag fjallar um hvernig unnið var að samfélagsábyrgð hjá bankanum á árinu 2019. Í skýrslunni má lesa um þau fjölmörgu verkefni sem bankinn vinnur að í tengslum við samfélagslega ábyrgð, allt frá því að tryggja jafnrétti á vinnustað, til innleiðingar á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og til víðtækra samfélagsverkefna sem bankinn tekur þátt í. Samfélagsábyrgð verður æ stærri hluti af rekstri fyrirtækja og vill Landsbankinn halda áfram að vera leiðandi á því sviði. Á þessu ári verður mikilvægasta verkefni bankans að veita trausta og góða fjármálaþjónustu og styðja við bakið á viðskiptavinum í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir.“

Landsbankinn er virkur þátttakandi í starfi UN Global Compact, verkefni Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), er stofnaðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi (IcelandSIF) og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Sustainalytics gerði UFS-áhættumat (umhverfis- og félagslegir þættir og stjórnarhættir) á bankanum og var Landsbankinn í 6. sæti af þeim 376 bönkum sem Sustainalytics mældi í Evrópu.

Í september 2019 skrifaði Landsbankinn undir viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi og hefur í kjölfarið sett sér markmið sem kynnt eru í skýrslunni. Markmiðin snúa að því að meta losunarumfang lána- og eignasafns bankans, þróa græn útlán og halda áfram að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti.

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur