Fréttir

Sam­komu­lag um tíma­bundna greiðslu­fresti fyr­ir­tækja

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Umsóknina þarf að senda til aðalviðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis.
23. mars 2020

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Umsóknina þarf að senda til aðalviðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis. Fleiri úrræði fyrir fyrirtæki hafa þegar verið kynnt eða eru í burðarliðnum.

Aðilar samkomulagsins eru Landsbankinn, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.

Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og stuðla að jafnræði, bæði á milli lánveitenda og fyrirtækja. Samkomulagið gildir til loka júní 2020 og er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja það ef aðstæður krefjast. Samkomulagið felur m.a. eftirfarandi í sér:

  • Fyrirtæki getur sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánaða hjá sínum aðalviðskiptabanka eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli viðmið samkomulagsins.
  • Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja en ekki til eignarhaldsfélaga.
  • Rekstur fyrirtækja sem falla undir viðmið samkomulagsins þarf að hafa verið heilbrigður en orðið fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda, fyrirtækið skal ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar 2020 og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Tilkynning um samkomulagið

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau verða fyrir af Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika til að hafa samband við bankann sem fyrst til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn tengilið, hringja í Þjónustuver fyrirtækja í s. 410 5000 eða senda tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur