Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn hefur lækkað vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi að morgni 23. mars nk.
Breytilegir vextir íbúðalána lækka um 0,40 prósentustig. Eftir breytinguna verða breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána 4,10% og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána verða 2,40%.
Óverðtryggðir og verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,30 prósentustig.
Yfirdráttarvextir lækka um 0,30-0,50 prósentustig og breytilegir vextir á bíla- og tækjalánum lækka um 0,30 prósentustig.
Fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 36 og 60 mánaða og fastir verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða verða óbreyttir.
Innlánsvextir almennra veltureikninga verða óbreyttir en aðrir algengir innlánsvextir standa í stað eða lækka um 0,10-0,50 prósentustig.
Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 23. mars 2020.

Skorzystaj z usług bankowych w telefonie oraz na Internecie

Hugaðu að kortaheimildinni um næstu mánaðamót

Załatwiamy sprawy telefonicznie i internetowo

Við leysum málin á netinu eða í síma

Hagnaður Landsbréfa 768 milljónir á árinu 2020

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020
