Upplýsingar um kortatryggingar vegna ferðabanns og Covid-19
Vegna ferðabanns sem sett hefur verið á milli landa Schengen-svæðisins og Bandaríkjanna vegna Covid-19, bendir Landsbankinn á að upplýsingar um kortatryggingar má nálgast á vefsíðu Varðar sem annast kortatryggingar fyrir korthafa Landsbankans.
Á vef Varðar má finna upplýsingar um helstu skilmála kortatrygginga fyrir viðskiptavini sem verða fyrir áhrifum vegna ferðabannsins eða vegna þess að fara í sóttkví.
Tryggingafélagið Vörður veitir nánari upplýsingar um skilmála trygginganna, í síma 514-1000, í gegnum netfangið vordur@vordur.is eða í netspjalli á vef tryggingafélagsins, www.vordur.is.









