Fréttir
Landsbankinn aðili að NASDAQ í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki
Landsbankinn er orðinn meðlimur í kauphöllum NASDAQ í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki og getur átt milliliðalaus viðskipti með skráð verðbréf á þessum mörkuðum.
3. júní 2019 - Landsbankinn
Þessir markaðir bjóða upp á fjölda fjárfestingartækifæra í ólíkum tegundum verðbréfa og atvinnugreinum. Áður þurfti bankinn að nýta þjónustu annars fjármálafyrirtækis til að eiga viðskipti í þessum kauphöllum með tilheyrandi kostnaði. Aðild Landsbankans að kauphöllunum lækkar kostnað viðskiptavina vegna verðbréfaviðskipta.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. júlí 2022
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.
27. júlí 2022
Vörum við svikum - ekki samþykkja greiðslur og innskráningu í hugsunarleysi
Við vörum við svikum sem hafa átt sér stað í nafni Landsbankans og ítrekum að aldrei skal staðfesta innskráningu eða millifærslu nema þú ætlir þér raunverulega að skrá þig inn eða millifæra.
25. júlí 2022
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi föstudaginn 29. júlí. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1. ágúst. Við minnum á að viðskiptavinir bankans geta sinnt bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er í Landsbankaappinu eða í netbankanum. Nánari upplýsingar um útibúanet Landsbankans, app bankans, hraðbanka og netbanka má finna hér á vefnum.
21. júlí 2022
Úthlutað úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar
Alls fengu 22 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar að þessu sinni.
7. júlí 2022
Fjölbreyttari leiðir til að nýta sér bankaþjónustu
Við höfum nú opnað fyrir þann möguleika að aðrir þjónustuaðilar en bankinn geti birt upplýsingar um greiðslureikninga viðskiptavina okkar í sínum eigin lausnum, hafi viðskiptavinur samþykkt það.
29. júní 2022
Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022
Nýr forstöðumaður Þjónustuvers
Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022
Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf
Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
27. júní 2022
Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði
Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022
Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi
Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn.