Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Kostn­að­ur við flutn­ing á sér­eign­ar­sparn­aði felld­ur nið­ur

Landsbankinn og Íslenski lífeyrissjóðurinn hafa ákveðið að fella niður kostnað við flutning á séreignarsparnaði til annarra vörsluaðila. Íslenski lífeyrissjóðurinn verður þar með fyrstur stóru séreignarsjóðanna til að fella þennan kostnað niður.
14. janúar 2020

Landsbankinn og Íslenski lífeyrissjóðurinn hafa ákveðið að fella niður kostnað við flutning á séreignarsparnaði til annarra vörsluaðila. Íslenski lífeyrissjóðurinn verður þar með fyrstur stóru séreignarsjóðanna til að fella þennan kostnað niður. Hingað til hefur gjald vegna flutnings numið 0,5% af upphæðinni.

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, segir: „Með því að fella niður gjald vegna kostnaðar er viðskiptavinum gert auðveldara að færa séreignarsparnað á milli vörsluaðila. Að okkar mati er eðlilegt að neytendur ávaxti séreignarsparnað sinn hjá þeim sjóði sem þeir treysta best, án þess að þurfa að reikna með kostnaði við flutning á milli sjóða. Um leið stuðlar þessi ákvörðun að aukinni samkeppni. Með niðurfellingu kostnaðar verður inneign í séreignarsparnaði sambærileg innstæðu á bankareikningi að þessu leyti. Það er mikilvægt fyrir neytendur að gjaldtaka sé einföld og gegnsæ.“

Mjög góð ávöxtun á árinu 2019

Árið 2019 var einstaklega gott hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Ávöxtun var með því besta sem þekkist í sögu sjóðsins en hrein raunávöxtun deilda sjóðsins var á bilinu 4,6-12,5%, samkvæmt óendurskoðuðum niðurstöðum. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar var 10,4%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar sl. fimm ár var 5,8% og 4,9% sl. tíu ár. Hrein raunávöxtun Líf I, sem er stærsta séreignardeild sjóðsins, var 12,5% á árinu 2019. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar í Líf I sl. fimm ár var 5,9% og 5,8% sl. tíu ár.

Vöxtur sjóðsins hefur verið mikill á liðnum árum en hrein eign til greiðslu lífeyris nemur nú um 100 milljörðum króna. Frá árinu 2015 hefur sjóðurinn tvöfaldast að stærð sem má bæði þakka fjölgun sjóðfélaga og góðri ávöxtun. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann sem sér um daglegan rekstur sjóðsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.