Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
Tómstundastyrkir Klassa voru veittir á dögunum. Styrkirnir eru tíu talsins, hver að upphæð 30.000 kr. og eru þeir hugsaðir til að styðja við bakið á styrkþegum við að stunda tómstundir sínar á sviði menningar, lista eða íþrótta. Alls bárust um 1.300 umsóknir um tómstundastyrki í ár.
Eftirtaldir Klassafélagar hlutu styrk í ár:
Kristófer Freyr Ástuson - Íshokkí, Reykjavík
Eva María Wheeler - Fótbolti og körfubolti, Garðabær
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir - Knattspyrna og blak, Húsavik
Guðmundur Jón Þórðarson - Fótbolti, Höfn
Eva Stefánsdóttir - Píanó og fótbolti, Reykjavík
Gunnar Egill Guðlaugsson - Badminton og klifur, Hafnarfjörður
Elmar Leó Aðalsteinsson - Handbolti, Akureyri
Markús Andri Oyola Stefánsson - Fiðlunám, Eskifjörður
Júlía Sól Steinsson - Dans, Reykjavík
Margrét Rósa Sigfúsdóttir - Crossfit, Njarðvík
Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju viljum við þakka öllum sem sóttu um og hvetjum þá til að sækja um aftur í næstu úthlutun.