Breytingar á þjónustu í Austurstræti
Fjármálaráðgjöf verður færð úr útibúi Landsbankans við Austurstræti yfir í Vesturbæjarútbú við Hagatorg. Áfram verður hægt að fá gjaldkeraþjónustu í Austurstræti og leysa úr ýmsum erindum, t.d. virkjun rafrænna skilríkja og stofnun netbanka. Þá verður þar hægt að fá aðstoð og kennslu við að nýta stafrænar lausnir bankans.
Breytingarnar taka gildi mánudaginn 13. janúar.
Samhliða þessum breytingum bjóðum við viðskiptavinum að panta tíma í fjármálaráðgjöf í Vesturbæjarútibúi á vef Landsbankans. Viðskiptavinir munu áfram geta sótt ráðgjöf og alla aðra bankaþjónustu í Vesturbæjarútibúi án þess að hafa pantað tíma.
Með því að panta tíma komast viðskiptavinir hjá bið og starfsfólk fær betri tíma til undirbúnings. Einnig er hægt að panta tíma með því að hringja í þjónustuver bankans. Til að panta fjármálaráðgjöf á vefnum þarf að smella á talblöðrur á forsíðu vefsins og velja hentugan tíma.