Dagatal Landsbankans 2020
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2020 er helgað áhugaverðri tölfræði um Ísland og fólkið sem byggir það. Tölfræði getur sýnt okkur forvitnilegar staðreyndir um okkur sjálf, en hún getur líka sett hlutina í samhengi og varpað ljósi á hvar við stöndum. Ætlunin er að þetta dagatal veiti örlitla innsýn í fjölbreytileika íslensks samfélags og náttúru, en sýni líka að allt er breytingum háð.
Dagatölin eru nú til afgreiðslu í útibúum bankans. Viðskiptavinir sem óska eftir dagatali geta vitjað þeirra í næsta útibúi. Dagatölin hafa verið send í bréfpósti til virkra viðskiptavina sem eru 60 ára og eldri. Fyrirtæki á landsbyggðinni geta fengið dagatöl afhent í næsta útibúi og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu geta sótt þau í Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans í Borgartúni 33.
Prentað í minna upplagi
Landsbankinn hefur í takt við samfélagsstefnu sína sett sér markmið um að draga úr prentun og er dagatalið því prentað í minna upplagi en áður.