Röskun á þjónustu vegna veðurs á Norður-, Austur- og Suðausturlandi
Vegna veðurs og rafmagnstruflana verður röskun á þjónustu í útibúum og afgreiðslum Landsbankans á Norður-, Austur- og Suðausturlandi í dag.
Útibú og afgreiðslur Landsbankans á Akureyri, Dalvík, Raufarhöfn og Þórshöfn verða lokuð í dag.
Við minnum á að hægt er að framkvæma allar helstu aðgerðir í netbankanum og í Landsbankaappinu. Þá er hægt að fá upplýsingar og aðstoð í netspjallinu á vef Landsbankans, í Facebook Messenger og með því að hringja í Þjónustuver í s. 410 4000.