Skertur afgreiðslutími í útibúum vegna óveðurs
Vegna óveðurs sem gengur yfir landið munu útibú og afgreiðslur Landsbankans á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og annars staðar þar sem veður verður slæmt ýmist vera lokuð í dag eða loka snemma, samkvæmt ákvörðun útibússtjóra á hverjum stað. Þjónustuver og útibú á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum munu loka kl. 13.00.
Hægt er að framkvæma allar helstu aðgerðir í netbankanum og í Landsbankaappinu. Þá er hægt að fá upplýsingar og aðstoð í netspjallinu á vef Landsbankans, í Facebook Messenger og með því að hringja í Þjónustuver í s. 410 4000 til kl. 13.00 í dag.