Takk fyrir skemmtilega Iceland Airwaves helgi
Fullt var út úr dyrum á Off Venue tónleikum Landsbankans í útibúinu í Austurstræti og í Stúdentakjallaranum á nýafstaðinni Iceland Airwaves hátíð. Tómas Welding , Rokky og Vök komu fram í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 7. nóvember og í Austurstræti stigu Krassasig, Una Schram og Auður á svið laugardaginn 9. nóvember.
Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014 og tekur m.a. þátt í henni með því að standa fyrir off-venue tónleikum sem ávallt hafa verið afar vel sóttir.