Fréttir

Lands­bank­inn í 6. sæti af 376 bönk­um í Evr­ópu

Landsbankinn hefur fengið UFS-áhættumat frá Sustainalytics sem snýr að samfélagsábyrgð bankans, nánar tiltekið umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS-þáttum). Landsbankinn fékk mjög góða einkunn og er bankinn í 6. sæti af 376 bönkum í Evrópu sem Sustainlytics hefur mælt.
13. nóvember 2019

Landsbankinn hefur fengið UFS-áhættumat frá Sustainalytics sem snýr að samfélagsábyrgð bankans, nánar tiltekið umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS-þáttum). Landsbankinn fékk mjög góða einkunn og er bankinn í 6. sæti af 376 bönkum í Evrópu sem Sustainlytics hefur mælt. Landsbankinn fékk 17,5 stig af 100 mögulegum sem þýðir að bankinn er talinn vera í lítilli áhættu að verða fyrir fjárhagslegum áhrifum vegna UFS -þátta.

Krafan um úttekt ytri aðila á UFS-þáttum fyrirtækja hefur aukist undanfarin ár og vilja ýmsir fjárfestar að það liggi fyrir óháð mat þriðja aðila á samfélagsábyrgð bankans. UFS-þættir (e. Economic, Social, Governance, ESG) eru viðmið sem snúa m.a að því hvernig fyrirtæki gætir að umhverfislegum áhrifum starfsemi sinnar og hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk sitt, birgja, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í.

Sustainalytics er alþjóðlegt mats- og greiningarfyrirtæki sem aðstoðar fjárfesta, útgefendur og fyrirtæki um allan heim við að innleiða aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og sjálfbærra fjármálagerninga.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Þetta er virkilega góð niðurstaða fyrir Landsbankann. Við höfum lagt mikla vinnu í samfélagsábyrgð á undanförnum árum. Viðskiptavinir okkar eru sífellt meðvitaðri um þau tækifæri sem felast í því að vera leiðandi í samfélagsábyrgð og vilja vinna með banka sem stendur sig vel. Sustainalitics er óháður, leiðandi aðila og með því að fá staðfestingu á góðri stöðu bankans getur Landsbankinn miðlað áreiðanlegum upplýsingum til fjárfesta og einnig fengið betri yfirsýn yfir stöðu bankans í alþjóðlegum samanburði.“

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við UFS-þætti sem taldir eru mikilvægir fyrir hvert fyrirtæki, út frá undirliggjandi atvinnugreinum. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækisins, því hærri er UFS áhættumatið.

[linkur?]

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur