Hægt að greiða með Garmin og Fitbit snjallúrum
Korthafar Landsbankans geta nú tengt greiðslukortin sín við Garmin Pay og Fitbit Pay. Hægt er að nota úr frá Garmin og Fitbit sem eru með þráðlausa samskiptatækni (NFC-virkni) til að borga um allan heim í posum sem taka við snertilausum greiðslum.
Garmin Pay og Fitbit Pay eru afar einföld í uppsetningu. Nánari upplýsingar um uppsetningu:
Garmin Pay og Fitbit Pay eru viðbót við aðra möguleika í snertilausum greiðslum sem hafa verið í boði í farsímum og snjallúrum með kortaappinu (Android) og Apple Pay (iPhone/Apple watch).
Greiðslur með úrunum virka með sama hætti og snertilausar greiðslur með öðrum snjalltækjum. Úttektarheimildir og öll önnur virkni er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti auk þess sem fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast óbreytt.