Off-venue tónleikar í útibúinu í Austurstræti og í Stúdentakjallaranum
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 6. - 9. nóvember í miðborg Reykjavíkur. Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014 og tekur m.a. þátt í henni með því að standa fyrir off-venue tónleikum í útibúinu í Austurstræti og í Stúdentakjallaranum.
Off-venue tónleikar – Allir velkomnir!
Dagskrá:
Stúdentakjallarinn, fimmtudagurinn 7. nóvember
Kl. 16.30 – Tómas Welding
Kl. 17.00 - ROKKY
Kl. 17.30 - Vök
Landsbankinn, Austurstræti 11, laugardagurinn 9. nóvember
Kl. 15.30 – Krassasig
Kl. 16.00 – Una Schram
Kl. 16.30 – Auður
Krassasig, Una Schram og Tómas Welding á Iceland Airwaves-vef Landsbankans
Landsbankinn hitaði upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni stendur bankinn að útgáfunni í samvinnu við Krassasig, Tómas Welding og Unu Schram. Þetta er sjötta árið sem Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar en bankinn vill með stuðningi sínum styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki.









