Fréttir

Upp­tök­ur og glæru­sýn­ing­ar frá morg­un­fundi um hagspá Lands­bank­ans

Upptökur frá morgunfundi sem haldinn var 30. október í tilefni af útgáfu hagspár Landsbankans 2019-2022 eru nú aðgengilegar á Umræðunni. Þar er hagspáin einnig birt í heild og hægt er að hlaða niður glærusýningum frummælenda.
31. október 2019

Upptökur frá morgunfundi sem haldinn var 30. október í tilefni af útgáfu hagspár Landsbankans 2019-2022 eru nú aðgengilegar á Umræðunni. Þar er hagspáin einnig birt í heild og hægt er að hlaða niður glærusýningum frummælenda.

Á fundinum kynnti Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, nýja hagspá deildarinnar og Una Jónsdóttir og Ari Skúlason, hagfræðingar í Hagfræðideildinni, fjölluðu ítarlega um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í London flutti erindi um efnahagsleg áhrif popúlisma og ræddi m.a. um áhrifin af Brexit og tollastríði Bandaríkjanna og Kína. Fundinum lauk á pallborðsumræðu um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi með þátttöku Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra Festi, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar og Lilju B. Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, stýrði umræðunni. Fundarstjóri var Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans.

Upptökur frá morgunfundinum

Í hagspánni er gert ráð fyrir að landsframleiðsla á Íslandi dragist saman á þessu ári og að hagvöxtur verði neikvæður um 0,4%. Horfur eru á hóflegum efnahagsbata á næstu árum og spáir deildin því að hagvöxtur verði jákvæður um 2% árið 2020. Verðbólga verði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans og vextir lágir.

Hagspá Landsbankans 2019-2022

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur