Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga fær vott­un á um­gjörð um græn skulda­bréf

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf (e. Green Bond Framework). Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.
31. október 2019

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf (e. Green Bond Framework). Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.

Verkefnin sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins en hann byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e.Green Bond Principles) sem International Capital Market Association (ICMA) hefur sett saman og byggja á eftirfarandi stoðum:

  • Ráðstöfun fjármuna
  • Ferli um mat og val á verkefnum
  • Stýringu fjármuna
  • Upplýsingagjöf

Umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili á heimsvísu. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við ofangreind viðmið ICMA.

Dæmi um fjárfestingar sem gætu fallið undir kröfur umgjarðarinnar eru umhverfisvænar samgöngur, vistvænar byggingar, endurnýjanleg orka og orkunýtni, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Markaðir Landsbankans er samstarfsaðili Lánasjóðsins við gerð umgjörðarinnar sem og sölu og útgáfu grænu skuldabréfanna.

Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafélaga segir: „Það er mikilvægt fyrir Lánasjóðinn að geta tekið virkan þátt í vinnu sveitarfélaga í umhverfis- og loftslagsmálum. Lánasjóðurinn vill gera hvað hann getur til að styðja við markmið stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samvinnan við Landsbankann í þessu verkefni hefur verið ómetanleg og við hlökkum til að taka næstu skref.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans segir: „Fjármagnsmarkaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að útgáfu grænna skuldabréfa. Landsbankinn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á ábyrgar fjárfestingar. Græn skuldabréf eru eignaflokkur sem fellur undir ábyrgar fjárfestingar og því hefur verið sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessari vegferð með Lánasjóði sveitarfélaga.“

MCI Green Bond Second Party Opinion

MCI Green Bond Framework

Þú gætir einnig haft áhuga á
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.