Fréttir

Dufl sigr­aði í Gul­legg­inu

Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði í Gullegginu 2019, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups en Dufl hefur þróað bættan staðsetningarbúnað á sjó. Verðlaunaafhendingin fór fram við við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík 25. október.
29. október 2019

Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði í Gullegginu 2019, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, en Dufl hefur þróað bættan staðsetningarbúnað á sjó. Verðlaunaafhendingin fór fram við við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík 25. október. Dufl hlaut einnig sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product).

1. sæti Dufl.

Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir:

  • Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem bjóða upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða.
  • Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health). Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum.
  • Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital).

Frá verðlaunaafhendingunni í Háskóla Reykjavíkur.

10 stigahæstu viðskiptahugmyndirnar

Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. Á vef Gulleggsins má lesa nánar um 10 stigahæstu hugmyndirnar.

Um Gulleggið

Gulleggið hóf göngu sína árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Gulleggið er enn mikilvægur stuðningur fyrir frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref en keppnin veitir þátttakendum einstakt tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri, fá endurgjöf og gera úr þeim raunhæfar og markvissar áætlanir sem miða að árangursríkri stofnun fyrirtækja. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Nánari upplýsingar um Gulleggið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur