Nýtt hlaðvarp Hagfræðideildar Landsbankans
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/722134a9-ca0d-42dc-8e67-8d5b64dfaed7_LB_Umraeda_Grunnmynd.png?fit=max&w=3840&rect=381,0,1778,1000&q=50)
Í nýju hlaðvarpi Umræðunnar fjallar Hagfræðideild Landsbankans um hlutabréfamarkaðinn, viðskiptalíf og efnahagsmál. Tilgangurinn er að auka áhuga á og umræðu um hlutabréfamarkaðinn og veita innsýn í hvernig sérfræðingar í Hagfræðideild Landsbankans meta félög á hlutabréfamarkaði. Hlaðvarpið kallast Markaðsumræðan og umsjónarmenn þess eru Arnar I. Jónsson og Sveinn Þórarinsson.
„Hlaðvarpið er vettvangur fyrir okkur verðbréfagreinendur í Hagfræðideildinni að koma á framfæri greiningum á félögum á hlutabréfamarkaði og hvernig hinir ýmsu atburðir, s.s. fréttir af félögum og nýjustu vendingar á mörkuðum og í hagkerfinu, hafa áhrif á félögin og markaðinn. Megin áhersla umfjöllunarinnar verða verðbréf og þróun markaðarins hér á Íslandi en einnig verður fjallað um hagfræði og hagkerfið með víðari skírskotun til þátta á borð við ferðaþjónustu, verðbólgu, vaxtaþróun og hagvaxtarhorfur,“ segir Sveinn.
„Hingað til höfum við einungis gefið út ritað efni, en með hlaðvarpinu gefst okkur kostur á víðtækari umfjöllun og tækifæri til að fjalla um fleiri fyrirtæki og málefni á ítarlegri hátt. Þetta er í raun viðbót við það sem við höfum þegar verið að gera en markmiðið er að auka umræðu og áhuga á hlutabréfa- og fjármálamarkaðnum,“ segir Arnar.
Hlaðvarpið er aðgengilegt á Umræðunni og öllum helstu streymisveitum. Í fyrsta þætti Markaðsumræðunnar er fjallað um smásölumarkaðinn á Íslandi og eldsneytismarkaðinn. Rætt er um yfirvofandi orkuskipti og áhrif þeirra á skráð félög á markaði, auk þess sem fjallað er um nýlegar stýrivaxtaákvarðanir og horfur fyrir næstu misseri.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZvFHsrVsGrYSvq8T_fjarmalamot-okt-2024.png?fit=max&w=3840&rect=917,0,1483,1112&q=50)
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/a4f91a12-f6c1-4ce2-a703-d1175758ccdd_Netoryggi_1920-1080_031121.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,2880,2160&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2VAupbqstJ98uU4_landsbankinn_styrkur_19122024_hopmynd_16_9.jpg?fit=max&w=3840&rect=375,0,2251,1688&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2LjuJbqstJ98pIP_dagatal_lb_2025.jpg?fit=max&w=3840&rect=1000,0,6000,4500&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2PN0ZbqstJ98qb4_jolakrans-2008x3071.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,1285,2008,1506&q=50)
![Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z1K8jJbqstJ98HJI_landsbankinn_hopmynd_05122024.jpg?fit=max&w=3840&rect=228,0,3201,2401&q=50)
![Kona með hund](https://images.prismic.io/landsbankinn/fb20c99d-7eaf-43c0-bcc8-ec09bb794912_2400x1601-LB_Gudrun_Svava_RIM109511.jpg?fit=max&w=3840&rect=133,0,2135,1601&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z07giJbqstJ97-zJ_Skak2.jpg?fit=max&w=3840&rect=324,32,1169,877&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z0mNIJbqstJ9748__Hamborgartred_2024_digital-fb_cover.png?fit=max&w=3840&rect=442,0,3489,2617&q=50)
![Austurbakki](https://images.prismic.io/landsbankinn/d45c2d66-ad81-4a91-ad4e-70978c81c5f1_Landsbanki_Head_Offices_DSC03808.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1920,1440&q=50)