Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn skrif­ar und­ir ný við­mið SÞ um ábyrga banka­starf­semi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna ásamt bankastjórum víðsvegar að úr heiminum. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir miðju á myndinni.
23. september 2019

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Landsbankinn er þar í hópi 130 banka víðsvegar að úr heiminum en viðmiðunum er ætlað að tengja fjármálastarfsemi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsáttmálann og vera alþjóðlegur mælikvarði á ábyrga bankaþjónustu.

Viðmiðin voru formlega kynnt við upphaf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna en þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: „Viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi eru leiðbeiningar sem bankar um allan heim geta notað til að taka þátt í, leiða og njóta ávinnings af sjálfbæru hagkerfi. Viðmiðin skapa ábyrgðarskyldu og metnað til að ná árangri.”

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Ljóst er að áskoranir í samfélags- og umhverfismálum eru margar. Landsbankinn er stærsti viðskiptabanki landsins, einn af fjölmennustu vinnustöðunum og er nátengdur stærstu atvinnuvegum þjóðarinnar sem allir reiða sig á ábyrga nýtingu auðlinda og velferð. Því er mikilvægt að samfélagsábyrgð sé hluti af kjarnastarfsemi bankans og daglegum ákvörðunum.“

Viðmiðin um ábyrga bankastarfsemi voru þróuð af 30 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við UNEP FI (United Nations Environmental Programme - Financial Initiative) og byggja á aðgerðaramma um innleiðingu og ábyrgðarskyldu. Með undirskriftinni skuldbinda bankarnir sig til að beita sér þar sem áhrifavald þeirra er mest, þ.e. í gegnum kjarnastarfsemi sína, og vinna markvisst að því að auka jákvæð áhrif og draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á samfélagið og náttúruna og greina frá því á gagnsæjan hátt. Þetta er í fyrsta sinn sem settar eru fram alþjóðlegar leiðbeiningar um samþættingu sjálfbærniviðmiða á öllum stigum bankastarfsemi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.