Gleði og gaman í Landsbankanum á Menningarnótt
Það er orðinn fastur liður að dagskráin hefjist á listaverkagöngu um bankann með Aðalsteini Ingólfssyni, listfræðingi. Í kjölfarið mætti svo á svið Bernd Ogrodnik brúðugerðarmaður og – leikari og færði okkur ævintýrið Pétur og úlfurinn í formi brúðuleikhúss.
Tónlistarmaðurinn Auður steig næstur á svið og lék nokkur af sínum vinsælustu lögum. Að lokum var svo komið að Jóni Jónssyni og sló hann botninn í dagskrána hjá okkur á þessum skemmtilega degi.
Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Landsbankann í Austurstræti kærlega fyrir komuna.