Fréttir

Lands­bank­inn kynn­ir nýj­ar leið­ir til að fram­kvæma greiðsl­ur (A2A-greiðslu­lausn)

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
4. júlí 2019

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum. Viðskiptavinir bankans munu þannig t.d. geta notað app frá viðkomandi fyrirtæki til að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum (e. „account to account“ eða A2A) án þess að nota aðrar lausnir bankanna, s.s. bankaöpp, netbanka eða greiðslukort.

Með þessu hefur Landsbankinn tekið mikilvægt skref að því sem nefnt er opið bankakerfi. Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Tilgangurinn með opnu bankakerfi er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og við sjáum í henni ýmis tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og fyrir bankann. Með því að gefa út A2A-greiðslulausnina og bjóða fyrirtækjum að tengjast API-markaðstorgi Landsbankans sköpum við vettvang fyrir fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum okkar nýjar leiðir til að nýta sér þjónustu Landsbankans og taka um leið þátt í að móta framtíð bankaþjónustu. Þótt PSD2-tilskipunin um greiðsluþjónustu hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að viðskiptavinir okkar njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.“

API-markaðstorg Landsbankans var opnað í febrúar 2019. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi. Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggisþætti hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu, en lausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt PSD2. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Landsbankinn hefur einnig gefið út API-lausnir sem sýna upplýsingar um stöðu gjaldmiðla, vexti og verðskrá. Þær eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á að nýta þær í tæknilausnum sínum á API-markaðstorgi Landsbankans. Fleiri lausnir eru væntanlegar.

PSD2 og opið bankakerfi

Í grein á Umræðunni er fjallað um Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, PSD2, sem tók gildi í löndum Evrópusambandsins í ársbyrjun 2018. Hún kveður á um að bankar eigi að veita fyrirtækjum og öðrum sem vilja veita fjármálaþjónustu aðgengi að greiðslureikningum í opnu bankakerfi (e. open banking).

Opið bankakerfi

API-markaðstorg Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur