Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn kynn­ir nýj­ar leið­ir til að fram­kvæma greiðsl­ur (A2A-greiðslu­lausn)

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
4. júlí 2019

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum. Viðskiptavinir bankans munu þannig t.d. geta notað app frá viðkomandi fyrirtæki til að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum (e. „account to account“ eða A2A) án þess að nota aðrar lausnir bankanna, s.s. bankaöpp, netbanka eða greiðslukort.

Með þessu hefur Landsbankinn tekið mikilvægt skref að því sem nefnt er opið bankakerfi. Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Tilgangurinn með opnu bankakerfi er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og við sjáum í henni ýmis tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og fyrir bankann. Með því að gefa út A2A-greiðslulausnina og bjóða fyrirtækjum að tengjast API-markaðstorgi Landsbankans sköpum við vettvang fyrir fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum okkar nýjar leiðir til að nýta sér þjónustu Landsbankans og taka um leið þátt í að móta framtíð bankaþjónustu. Þótt PSD2-tilskipunin um greiðsluþjónustu hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að viðskiptavinir okkar njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.“

API-markaðstorg Landsbankans var opnað í febrúar 2019. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi. Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggisþætti hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu, en lausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt PSD2. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Landsbankinn hefur einnig gefið út API-lausnir sem sýna upplýsingar um stöðu gjaldmiðla, vexti og verðskrá. Þær eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á að nýta þær í tæknilausnum sínum á API-markaðstorgi Landsbankans. Fleiri lausnir eru væntanlegar.

PSD2 og opið bankakerfi

Í grein á Umræðunni er fjallað um Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, PSD2, sem tók gildi í löndum Evrópusambandsins í ársbyrjun 2018. Hún kveður á um að bankar eigi að veita fyrirtækjum og öðrum sem vilja veita fjármálaþjónustu aðgengi að greiðslureikningum í opnu bankakerfi (e. open banking).

Opið bankakerfi

API-markaðstorg Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.