Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn kynn­ir nýj­ar leið­ir til að fram­kvæma greiðsl­ur (A2A-greiðslu­lausn)

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
4. júlí 2019

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum. Viðskiptavinir bankans munu þannig t.d. geta notað app frá viðkomandi fyrirtæki til að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum (e. „account to account“ eða A2A) án þess að nota aðrar lausnir bankanna, s.s. bankaöpp, netbanka eða greiðslukort.

Með þessu hefur Landsbankinn tekið mikilvægt skref að því sem nefnt er opið bankakerfi. Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Tilgangurinn með opnu bankakerfi er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og við sjáum í henni ýmis tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og fyrir bankann. Með því að gefa út A2A-greiðslulausnina og bjóða fyrirtækjum að tengjast API-markaðstorgi Landsbankans sköpum við vettvang fyrir fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum okkar nýjar leiðir til að nýta sér þjónustu Landsbankans og taka um leið þátt í að móta framtíð bankaþjónustu. Þótt PSD2-tilskipunin um greiðsluþjónustu hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að viðskiptavinir okkar njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.“

API-markaðstorg Landsbankans var opnað í febrúar 2019. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi. Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggisþætti hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu, en lausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt PSD2. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Landsbankinn hefur einnig gefið út API-lausnir sem sýna upplýsingar um stöðu gjaldmiðla, vexti og verðskrá. Þær eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á að nýta þær í tæknilausnum sínum á API-markaðstorgi Landsbankans. Fleiri lausnir eru væntanlegar.

PSD2 og opið bankakerfi

Í grein á Umræðunni er fjallað um Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, PSD2, sem tók gildi í löndum Evrópusambandsins í ársbyrjun 2018. Hún kveður á um að bankar eigi að veita fyrirtækjum og öðrum sem vilja veita fjármálaþjónustu aðgengi að greiðslureikningum í opnu bankakerfi (e. open banking).

Opið bankakerfi

API-markaðstorg Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.