Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn kynn­ir nýj­ar leið­ir til að fram­kvæma greiðsl­ur (A2A-greiðslu­lausn)

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
4. júlí 2019

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum. Viðskiptavinir bankans munu þannig t.d. geta notað app frá viðkomandi fyrirtæki til að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum (e. „account to account“ eða A2A) án þess að nota aðrar lausnir bankanna, s.s. bankaöpp, netbanka eða greiðslukort.

Með þessu hefur Landsbankinn tekið mikilvægt skref að því sem nefnt er opið bankakerfi. Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Tilgangurinn með opnu bankakerfi er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og við sjáum í henni ýmis tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og fyrir bankann. Með því að gefa út A2A-greiðslulausnina og bjóða fyrirtækjum að tengjast API-markaðstorgi Landsbankans sköpum við vettvang fyrir fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum okkar nýjar leiðir til að nýta sér þjónustu Landsbankans og taka um leið þátt í að móta framtíð bankaþjónustu. Þótt PSD2-tilskipunin um greiðsluþjónustu hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að viðskiptavinir okkar njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.“

API-markaðstorg Landsbankans var opnað í febrúar 2019. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi. Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggisþætti hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu, en lausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt PSD2. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Landsbankinn hefur einnig gefið út API-lausnir sem sýna upplýsingar um stöðu gjaldmiðla, vexti og verðskrá. Þær eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á að nýta þær í tæknilausnum sínum á API-markaðstorgi Landsbankans. Fleiri lausnir eru væntanlegar.

PSD2 og opið bankakerfi

Í grein á Umræðunni er fjallað um Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, PSD2, sem tók gildi í löndum Evrópusambandsins í ársbyrjun 2018. Hún kveður á um að bankar eigi að veita fyrirtækjum og öðrum sem vilja veita fjármálaþjónustu aðgengi að greiðslureikningum í opnu bankakerfi (e. open banking).

Opið bankakerfi

API-markaðstorg Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.