Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,20 prósentustig. Aðrir breytilegir útlánsvextir í krónum lækka um 0,20 - 0,25 prósentustig.
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða lækka um 0,10 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka einnig um 0,10 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra innlána í krónum lækka í flestum tilvikum um 0,05 - 0,20 prósentustig, en standa í einhverjum tilvikum í stað.
Engar breytingar eru gerðar á breytilegum vöxtum verðtryggðra inn- og útlána.
Vextir á sparireikningum í erlendri mynt ýmist hækka eða lækka.
Nánari upplýsingar í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 1. júlí 2019