Fréttir

Þrjá­tíu skól­ar fengu styrk úr sjóðn­um For­rit­ar­ar fram­tíð­ar­inn­ar

30 skólar fengu styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrr í mánuðinum. Tilgangur sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Styrkurinn nemur tæpum 12 milljónum króna.
27. júní 2019

30 skólar fengu styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrr í mánuðinum. Tilgangur sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Styrkurinn nemur tæpum 12 milljónum króna.

Sú breyting hefur orðið frá fyrri árum að sjóðurinn styrkir nú einnig námsefnisgerð og kaup á smærri tækjum til forritunar- og tæknikennslu auk tölvubúnaðar. Mikil ánægja er með nýjar áherslur og aldrei hafa fleiri skólar sótt um styrk.

Skólarnir sem fengu styrk eru: Sandgerðisskóli, Vatnsendaskóli, Giljaskóli, Fellaskóli, Ingunnarskóli, Holtaskóli, Háaleitisskóli Reykjanesbæ, Árskóli, Hrafnagilsskóli, Klébergsskóli, Bíldudalsskóli, Selásskóli, Smáraskóli, Grunnskóli Seltjarnarness, Skarðshlíðaskóli, Fossvogsskóli, Oddeyrarskóli, Foldaskóli, Flataskóli, Vættaskóli, Brekkubæjarskóli, Nesskóli, Gunnskólinn Hellu, Njarðvíkurskóli, Norðlingaskóli, Bláskógarskóli, Hólabrekkuskóli, Fellaskóli Fellabæ, Húnavatnsskóli Háteigsskóli, Leikskólinn Álfaheiði,

Sigfríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar:

„Breytingarnar koma í kjölfar samráðs við þá sem notið hafa stuðnings Forritara framtíðarinnar. Okkur þótti mikilvægt að hlusta á hverjar þarfir þeirra væru og þróa sjóðinn í takt við breytingar í umhverfi skólanna og laga starfsemi hans að þörfum þeirra. Með þessu uppfyllum við betur markmið sjóðsins, sem er að stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni, að tækjavæða skólana, auka þjálfun og endurmenntun kennara og stuðla að því að forritun verði hluti af námskrá grunn- og framhaldsskóla. Það gleður okkur mjög hversu góðar viðtökur nýjar áherslur sjóðsins hafa fengið og við hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar og samstarfs við grunn- og framhaldsskóla landsins.“

Hollvinir sjóðsins eru Landsbankinn, RB, Íslandsbanki, CCP, Icelandair, Össur, KOM ráðgjöf, Webmo design og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nánar um Forritara framtíðarinnar

Stjórn Forritara framtíðarinnar. Frá vinstri: Sigfríður Sigurðardóttir formaður, Elsa Ágústsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Friðrik G. Guðnason og Bjarki Snær Bragason.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur