Þrjátíu skólar fengu styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar
30 skólar fengu styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrr í mánuðinum. Tilgangur sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Styrkurinn nemur tæpum 12 milljónum króna.
Sú breyting hefur orðið frá fyrri árum að sjóðurinn styrkir nú einnig námsefnisgerð og kaup á smærri tækjum til forritunar- og tæknikennslu auk tölvubúnaðar. Mikil ánægja er með nýjar áherslur og aldrei hafa fleiri skólar sótt um styrk.
Skólarnir sem fengu styrk eru: Sandgerðisskóli, Vatnsendaskóli, Giljaskóli, Fellaskóli, Ingunnarskóli, Holtaskóli, Háaleitisskóli Reykjanesbæ, Árskóli, Hrafnagilsskóli, Klébergsskóli, Bíldudalsskóli, Selásskóli, Smáraskóli, Grunnskóli Seltjarnarness, Skarðshlíðaskóli, Fossvogsskóli, Oddeyrarskóli, Foldaskóli, Flataskóli, Vættaskóli, Brekkubæjarskóli, Nesskóli, Gunnskólinn Hellu, Njarðvíkurskóli, Norðlingaskóli, Bláskógarskóli, Hólabrekkuskóli, Fellaskóli Fellabæ, Húnavatnsskóli Háteigsskóli, Leikskólinn Álfaheiði,
Sigfríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar:
„Breytingarnar koma í kjölfar samráðs við þá sem notið hafa stuðnings Forritara framtíðarinnar. Okkur þótti mikilvægt að hlusta á hverjar þarfir þeirra væru og þróa sjóðinn í takt við breytingar í umhverfi skólanna og laga starfsemi hans að þörfum þeirra. Með þessu uppfyllum við betur markmið sjóðsins, sem er að stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni, að tækjavæða skólana, auka þjálfun og endurmenntun kennara og stuðla að því að forritun verði hluti af námskrá grunn- og framhaldsskóla. Það gleður okkur mjög hversu góðar viðtökur nýjar áherslur sjóðsins hafa fengið og við hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar og samstarfs við grunn- og framhaldsskóla landsins.“
Hollvinir sjóðsins eru Landsbankinn, RB, Íslandsbanki, CCP, Icelandair, Össur, KOM ráðgjöf, Webmo design og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Nánar um Forritara framtíðarinnar
Stjórn Forritara framtíðarinnar. Frá vinstri: Sigfríður Sigurðardóttir formaður, Elsa Ágústsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Friðrik G. Guðnason og Bjarki Snær Bragason.









