Fréttir
Landsbankinn aðili að NASDAQ í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki
Landsbankinn er orðinn meðlimur í kauphöllum NASDAQ í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki og getur átt milliliðalaus viðskipti með skráð verðbréf á þessum mörkuðum.
3. júní 2019 - Landsbankinn
Þessir markaðir bjóða upp á fjölda fjárfestingartækifæra í ólíkum tegundum verðbréfa og atvinnugreinum. Áður þurfti bankinn að nýta þjónustu annars fjármálafyrirtækis til að eiga viðskipti í þessum kauphöllum með tilheyrandi kostnaði. Aðild Landsbankans að kauphöllunum lækkar kostnað viðskiptavina vegna verðbréfaviðskipta.
Þú gætir einnig haft áhuga á
28. júní 2022
Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf
Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
27. júní 2022
Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði
Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022
Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi
Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn.
20. júní 2022
Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans
Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022
Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York
Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
16. júní 2022
Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
16. júní 2022
Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi
Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.
15. júní 2022
Landsbankinn breytir föstum vöxtum
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
31. maí 2022
Landsbankinn breytir föstum vöxtum íbúðalána
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,35 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. júní.
25. maí 2022
Stelpur í 9. bekk kynntu sér tæknistörf í bankanum
Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá 25 stelpum í 9. bekk í Háteigsskóla á vegum verkefnisins Stelpur og tækni. Þær ræddu við okkur um upplýsingatækni, kynntu sér starfsemi bankans og fræddust um tækni og tæknistörf. Síðan tók við hópavinna þar sem stelpurnar þróuðu skemmtilegar hugmyndir að nýjum vörum og þjónustu. Markmiðið með verkefninu er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Við þökkum stelpunum kærlega fyrir heimsóknina! Stuðningur við samfélagið