Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða voru lækkaðir um 0,50 prósentustig og fastir vextir til 36 mánaða lækkaðir um 0,30 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða voru lækkaðir um 0,35 prósentustig. Breytingar á föstum vöxtum íbúðalána tóku gildi 29. maí sl.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,40 prósentustig og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig. Aðrir breytilegir útlánsvextir í krónum lækka um 0,30 - 0,50 prósentustig.
Breytilegir innlánsvextir í krónum lækka í flestum tilvikum um 0,10 - 0,50 prósentustig en standa í einhverjum tilvikum í stað. Vextir á lægstu fjárhæðarþrepum Vaxtareiknings hækka á hinn bóginn um 0,25 prósentustig. Þá verður 7 daga lágmarksbinditími innstæðna á Vaxtareikningi afnuminn og innstæðan því ávallt laus til útborgunar.
Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi 1. júní 2019.