Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hluta­fjárút­boð Mar­el hófst 29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam. Hlutafjárútboðið skiptist í þrennt.
29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.

Hlutafjárútboðið skiptist í:

  1. Almennt hlutafjárútboð á Íslandi
  2. Almennt hlutafjárútboð í Hollandi
  3. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum

Áskriftartímabil í almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi hefst kl. 7:00 GMT 29. maí 2019 og lýkur 5. júní 2019 kl. 15:30 GMT. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta hefst kl. 7:00 GMT þann 29. maí 2019 og lýkur klukkan 11:00 GMT 6. júní 2019, háð framlengingu eða styttingu.

Boðnir verða til sölu 90.909.091 nýir hlutir í Marel. Að auki hefur félagið veitt alþjóðlegum umsjónaraðilum útboðsins hefðbundinn valrétt á allt að 9.090.909 nýjum hlutum í Marel til að mæta umframeftirspurn og vegna verðjöfnunaraðgerða í kjölfar útboðsins. Komi til nýtingar valréttarins mun útboðið nema allt að 100.000.000 hlutum sem samsvarar um 15% af útgefnu hlutafé.

Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er IS0000000388.

Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á leiðbeinandi verðbili frá 3,40 evrum allt að 3,90 evrum á hlut, en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í lok útboðstímabilsins.

Lágmarksáskrift í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi er að kaupverði 1.000 evrur.

Sjóðir á vegum Blackrock og Credit Suisse Asset Management (Switzerland) Ltd. hafa skuldbundið sig til áskriftar innan verðbilsins fyrir samanlagt allt að 102 milljónum evra sem hornsteinsfjárfestar (e. cornerstone investors). Heildarfjárhæð skuldbindinganna nemur um 26,2-28,6% af heildarfjölda hluta í útboðinu og 3,4-3,7% af útistandandi hlutafé eftir útboðið. Skuldbinding til áskriftar frá hornsteinsfjárfestum er háð endanlegu útboðsgengi að hámarki 3,90 evrur á hlut og háð hefðbundnum skilyrðum.

Úthlutun til fjárfesta sem tekið hafa þátt í hlutafjárútboðinu verður ákveðin af Marel.

Úthlutun hluta til almennra fjárfesta verður forgangsraðað í samræmi við gildandi lög og reglur. Hverjum fjárfesti verður úthlutað 1.350 (eða færri) hlutum sem fjárfestir hefur skráð sig fyrir. Ef heildarfjöldi hluta sem almennir fjárfestar skrá sig fyrir fara umfram 10% af samanlögðum heildarfjölda hluta sem boðnir eru til sölu, að því gefnu að enginn umframsöluréttur verði nýttur, kann forgangsúthlutunin til almennra fjárfesta að lækka pro rata þannig að almennum fjárfesti verði úthlutað fyrstu 1.350 (eða færri) hlutum sem hann hefur skráð sig fyrir. Almennum fjárfestum getur því verið úthlutað færri hlutum en 1.350 hlutum (eða færri) sem þeir skrá sig fyrir. Nákvæmur fjöldi hlutanna sem úthlutað verður til almennra fjárfesta mun ráðast eftir að útboðstímabilinu lýkur.

Úthlutun til fjárfesta mun eiga sér stað eftir að útboðstímabilinu lýkur sem er áætlað að verði 6. júní 2019.

Útboðsgengi í útboðinu verður í evrum en kaupverðinu í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi verður skipt í íslenskar krónur miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands þegar úthlutun fer fram sem gert er ráð fyrir að verði 6. júní 2019.

Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út í evrum hjá Euroclear í Hollandi.

Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam undir auðkenninu MAREL. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti (háð töku hlutanna til viðskipta) hefjist 7. júní 2019 og fyrsti dagur óskilyrtra viðskipta sé 12. júní 2019, sem er einnig sá dagur þegar gert er ráð fyrir að bréfin verði tekin til viðskipta.

Umsjónaraðilar (e. Joint Global Coordinators) útboðsins og skráningarinnar í Euronext kauphöllina í Amsterdam eru Citi og J.P. Morgan. Sameiginlegir sölutryggjendur (e. Joint Bookrunners) eru ABN Amro, ING og Rabobank. Sameiginlegir aðalumsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) og umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi eru Arion banki og Landsbankinn. STJ Advisors eru óháðir fjármálaráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna í Euronext í Amsterdam.

Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019.

Samantekt þessi er þýddur útdráttur úr lýsingu Marel sem birt hefur verið á ensku. Ef misræmi er milli íslenskrar þýðingar og lýsingarinnar þá gildir lýsingin.

Áskriftarvefur

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.