Fréttir

Hluta­fjárút­boð Marel hófst 29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam. Hlutafjárútboðið skiptist í þrennt.
29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.

Hlutafjárútboðið skiptist í:

  1. Almennt hlutafjárútboð á Íslandi
  2. Almennt hlutafjárútboð í Hollandi
  3. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum

Áskriftartímabil í almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi hefst kl. 7:00 GMT 29. maí 2019 og lýkur 5. júní 2019 kl. 15:30 GMT. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta hefst kl. 7:00 GMT þann 29. maí 2019 og lýkur klukkan 11:00 GMT 6. júní 2019, háð framlengingu eða styttingu.

Boðnir verða til sölu 90.909.091 nýir hlutir í Marel. Að auki hefur félagið veitt alþjóðlegum umsjónaraðilum útboðsins hefðbundinn valrétt á allt að 9.090.909 nýjum hlutum í Marel til að mæta umframeftirspurn og vegna verðjöfnunaraðgerða í kjölfar útboðsins. Komi til nýtingar valréttarins mun útboðið nema allt að 100.000.000 hlutum sem samsvarar um 15% af útgefnu hlutafé.

Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er IS0000000388.

Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á leiðbeinandi verðbili frá 3,40 evrum allt að 3,90 evrum á hlut, en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í lok útboðstímabilsins.

Lágmarksáskrift í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi er að kaupverði 1.000 evrur.

Sjóðir á vegum Blackrock og Credit Suisse Asset Management (Switzerland) Ltd. hafa skuldbundið sig til áskriftar innan verðbilsins fyrir samanlagt allt að 102 milljónum evra sem hornsteinsfjárfestar (e. cornerstone investors). Heildarfjárhæð skuldbindinganna nemur um 26,2-28,6% af heildarfjölda hluta í útboðinu og 3,4-3,7% af útistandandi hlutafé eftir útboðið. Skuldbinding til áskriftar frá hornsteinsfjárfestum er háð endanlegu útboðsgengi að hámarki 3,90 evrur á hlut og háð hefðbundnum skilyrðum.

Úthlutun til fjárfesta sem tekið hafa þátt í hlutafjárútboðinu verður ákveðin af Marel.

Úthlutun hluta til almennra fjárfesta verður forgangsraðað í samræmi við gildandi lög og reglur. Hverjum fjárfesti verður úthlutað 1.350 (eða færri) hlutum sem fjárfestir hefur skráð sig fyrir. Ef heildarfjöldi hluta sem almennir fjárfestar skrá sig fyrir fara umfram 10% af samanlögðum heildarfjölda hluta sem boðnir eru til sölu, að því gefnu að enginn umframsöluréttur verði nýttur, kann forgangsúthlutunin til almennra fjárfesta að lækka pro rata þannig að almennum fjárfesti verði úthlutað fyrstu 1.350 (eða færri) hlutum sem hann hefur skráð sig fyrir. Almennum fjárfestum getur því verið úthlutað færri hlutum en 1.350 hlutum (eða færri) sem þeir skrá sig fyrir. Nákvæmur fjöldi hlutanna sem úthlutað verður til almennra fjárfesta mun ráðast eftir að útboðstímabilinu lýkur.

Úthlutun til fjárfesta mun eiga sér stað eftir að útboðstímabilinu lýkur sem er áætlað að verði 6. júní 2019.

Útboðsgengi í útboðinu verður í evrum en kaupverðinu í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi verður skipt í íslenskar krónur miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands þegar úthlutun fer fram sem gert er ráð fyrir að verði 6. júní 2019.

Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út í evrum hjá Euroclear í Hollandi.

Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam undir auðkenninu MAREL. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti (háð töku hlutanna til viðskipta) hefjist 7. júní 2019 og fyrsti dagur óskilyrtra viðskipta sé 12. júní 2019, sem er einnig sá dagur þegar gert er ráð fyrir að bréfin verði tekin til viðskipta.

Umsjónaraðilar (e. Joint Global Coordinators) útboðsins og skráningarinnar í Euronext kauphöllina í Amsterdam eru Citi og J.P. Morgan. Sameiginlegir sölutryggjendur (e. Joint Bookrunners) eru ABN Amro, ING og Rabobank. Sameiginlegir aðalumsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) og umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi eru Arion banki og Landsbankinn. STJ Advisors eru óháðir fjármálaráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna í Euronext í Amsterdam.

Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019.

Samantekt þessi er þýddur útdráttur úr lýsingu Marel sem birt hefur verið á ensku. Ef misræmi er milli íslenskrar þýðingar og lýsingarinnar þá gildir lýsingin.

Áskriftarvefur

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur