Innköllun á endurskinsmerkjum
Landsbankinn innkallar hér með endurskinsmerki sem afhent hafa verið í útibúum bankans frá september 2017. Ástæðan er sú að við athugun Umhverfisstofnunar á merkjunum komu upp frávik frá reglum um efnainnihald.
Endurskinsmerkin sem um ræðir eru með myndum af Sprotunum og eru merkt Landsbankinn ÍST EN 13356.
Foreldrar og forráðamenn barna sem hafa fengið endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun vörunnar og skila þeim sem plasti á næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú bankans. Landsbankinn hyggst útvega aðra gerð af endurskinsmerkjum og er stefnt að því nýju merkin verði til afhendingar í útibúum bankans í haust.
Viðskiptavinir sem fengu endurskinsmerkin afhent eru boðnir velkomnir í næsta útibú til að velja sér aðra gjafavöru í þeirra stað. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta veldur.
Wycofanie zawieszek odblaskowych