Fréttir

Inn­köllun á end­ur­skins­merkj­um

Landsbankinn innkallar hér með endurskinsmerki sem afhent hafa verið í útibúum bankans frá september 2017. Ástæðan er sú að við athugun Umhverfisstofnunar á merkjunum komu upp frávik frá reglum um efnainnihald.
27. maí 2019

Landsbankinn innkallar hér með endurskinsmerki sem afhent hafa verið í útibúum bankans frá september 2017. Ástæðan er sú að við athugun Umhverfisstofnunar á merkjunum komu upp frávik frá reglum um efnainnihald.

Endurskinsmerkin sem um ræðir eru með myndum af Sprotunum og eru merkt Landsbankinn ÍST EN 13356.

Foreldrar og forráðamenn barna sem hafa fengið endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun vörunnar og skila þeim sem plasti á næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú bankans. Landsbankinn hyggst útvega aðra gerð af endurskinsmerkjum og er stefnt að því nýju merkin verði til afhendingar í útibúum bankans í haust.

Viðskiptavinir sem fengu endurskinsmerkin afhent eru boðnir velkomnir í næsta útibú til að velja sér aðra gjafavöru í þeirra stað. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta veldur.

Tilkynning Umhverfisstofnunar

Wycofanie zawieszek odblaskowych

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur